Leita í fréttum mbl.is

Hermannakveðja og hvítir hanskar

Hérna í Peking er maður farinn að finna áþreifanlega fyrir því að stressið út af Ólympíuleikunum er farið að aukast enda styttist óðum í að þeir hefjist. Til að mynda þá eru öryggisverðirnir hérna við húsið mitt farnir að minna ískyggilega á hermenn. Þeir eru nú ávallt klæddir í hvíta hanska og heilsa manni að hermannasið þegar maður gengur framhjá þeim. Ég á svolítið bágt með þetta, held að það sé mjög djúpt á draumum hjá mér um að vera þjóðhöfðingi eða yfirmaður í hernum því ég er næstum því alltaf búin að springa úr hlátri yfir þessum tiktúrum í þeim. Sem betur fer er ég yfirleitt með sólgleraugu og get því bara horft eitthvað annað án þess að þeir sjái. Hins vegar var atvikið sem ég heyrði af í dag ekki alveg eins fyndið. Vinur minn Niccolo og sushi-deitið mitt í kvöld varð að afboða sig því hann hafði farið út fyrir Peking í hellaskoðunarferð og á leiðinni til baka hafði lögreglan stöðvað hann og haldið honum í 2 klukkutíma því að hann var ekki með vegabréfið á sér. Þetta er nú held ég það versta sem ég og bekkjarfélagar mínir höfum lent í hérna. Sýnir manni það að nú er komið að því að maður verður að fara varlega því allt eftirlit með útlendingum er orðið miklu strangara hérna. Svo ég held að það sé kominn tími til að taka ljósrit af vegabréfinu og hafa það á mér það sem eftir er af tíma mínum hérna. Þarf einmitt að skreppa niður í bæ á morgun og er ég nokkuð spennt að sjá hvernig umferðin og mengunin verður eftir að reglurnar um ökubann ca helmings bifreiða tók gildi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ skvís 

Ég er einmitt búin að heyra fleiri svona sögur. Þannig að mundu að hafa ljósrit hvert sem þú ferð ;)

xxx

Ásta (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband