Leita í fréttum mbl.is

Grjónagrautur

Í kvöld var sameinuð matarmenning Kína og Íslands og eldaður grjónagrautur. Það hefur nú reyndar krafist ákveðins undirbúnings að geta eldað þennan einfalda rétt. Það þurfti að finna rúsinur og kanil en ég hef eingöngu séð þann varninginn til sölu í matvöruverslunum sem eru með vestrænt horn hjá sér. Nú þegar ég hafði keypt rúsínur og kanil var komið að því að finna réttu hrísgrjónin í þessu grjónalandi. Það var nú í fyrsta lagi erfitt að finna minni pakkningu en ca 5 kílóa eða stærri. Kannski heldur mikið fyrir heimili einnar manneskju þótt ég myndi borða hrísgrjón á hverjum degi. Talandi um hrísgrjón þá er greinilega aðal heimilstækið hérna hrísgrjónasuðupottur. Ég held að maður sé voðalega lummó að eiga ekki einn slíkan. En ofar á óskalistanum mínum er nú reyndar bakaraofn en slíkt heimilistæki tíðkast ekki í kínverskum eldhúsum. En já grjónagrauturinn sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér frá því að ég man eftir mér smakkaðist alveg ljómandi vel og var kærkomið bragð að heiman. Ég hef reyndar ákveðið að grjónagrautur verði það sem ég elda fyrir vinahópinn hér því ég er komin í skuld með að bjóða upp á rétt frá heimalandinu.

Annars hefur dagurinn bara liðið í rólegheitum, kínverskutími í morgun og svo hef ég verið að lesa fyrir fagið í kínverskri stjórnmálafræði bók þar sem er verið að færa rök fyrir því að Kína eigi ekki að taka upp lýðræði heldur að halda sig við einn stjórnmálaflokk og herða í staðinn reglur um spillingu og annað sem hrjáir samfélagið hér. Virkilega áhugaverð lesning og gaman að nálgast þetta viðfangsefni frá öðru sjónarhorni en ég er vön úr vestrinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kolla mín.

Gaman að lesa bloggið þitt og þá koma upp minningar þegar þú spurðir mig hvað yrði í matinn í kvöld eftir að  þið Íris fenguð grjónagraut í hádeginu þegar ég var að passa ykkur og í framhaldinu setti Íris vatn í rúsínúkrukkuna, ég skammaði hana og þá sagðir þú:  Hættu að vera vond við systur mína. Kær kveðja til þín frá Hrísey, þín frænka Lóló.

Lóló (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 18:04

2 identicon

Hehehehe frábært að heyra í þér og já grjónagrauturinn hefur nú fylgt mér lengi! Ég skila kærri kveðju til Hríseyjar og vona að þið hafið það gott. Kolla.

kolbrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 04:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband