Leita í fréttum mbl.is

Bekkjarpartýið

Já það heppnaðist bara vel boðið í gærkvöldi. Það mættu flestir úr bekknum, fyrir utan Kínverjana, af þeim mætti ein stelpa af 8 manns og hún sagðist vera þarna sem fulltrúi þeirra. Þau eru svoldið spes, mjög klár í skóla en það vantar svolítið upp á félagslega þáttinn en það lagast kannski í London. stelpumyndUndirbúningurinn gekk ágætlega þangað til í lokin en þá eins og venjulega ætlaði ég að gera mjög margt á stuttum tíma og endaði náttúrulega í algjöru tímahraki. Það sem bjargaði mér voru nágrannarnir Niccolo og Gonzo en þeir komu með mér að kaupa drykkjarföngin, keyptum 40 600 ml bjórflöskur sem samtals kostuðu rúmar 800 kr. Já það er aðeins ódýrara að halda boð hér en heima. Niccolo sá svo um að sjóða pastað og búa til ítalskt pastasalat, svona til að ítalska tötsið væri á hreinu. Gonzo hins vegar var svo elskulegur að þurrka af og ryksuga stofuna. Þegar ég var að þakka þeim fyrir voru svörin að það væri nú ekki málið við værum nú ein fjölskylda :-) Þeir eru algjör yndi báðir tveir. Nú yfir veitingunum sveif íslenskur blær með aðstoð Ikea og Carrefour (franskur stórmarkaður sem selur vestrænar vörur) og í boði voru pastasalöt, túnfisk, rækju og skinkusalöt og brauð með reyktum laxi og eggjahræru. Þetta var svo borið fram með snittubrauði, bruðum og hrökkbrauði. Í eftirrétt voru piparkökur, súkkulaðikex og sænsk möndlu-og súkkulaðikaka með diam. Veitingarnar runnu ljúflega niður hjá flestum, Diönu hinni kínversku fannst þetta reyndar svolítið undarlegur matur. Hugh frá Kóreu kom með nýtt Absolute vodka með perubragði, mjög gott og sló alveg í gegn. afmælisboðSíðan var bara tjúttað og trallað meðal annars farið í spænskan drykkjuleik sem er að verða að nokkurs konar hefð í þessum hópi. Ég hafði nú smá áhyggjur af nágrönnunum á tímabili þar sem þetta er ekki hljóðeinangraðasta hús í heimi en það slapp nú alveg. Partýinu lauk svo rúmlega þrjú þegar þeir síðustu létu sig hverfa undir tónum austuríska popparans Falco sem var smá einkahúmor okkar Judith. Ég held að allir hafi bara skemmt sér nokkuð vel og mér fannst ekki verra að sumir héldu að þeir væru að mæta í 26 ára afmælið mitt.........

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er nú nokkuð sammála Diönu....þetta eru vægast sagt mjög furðulegar veitingar í afmælisveislu á laugardagskvöldi..eggjahræra og piparkökur

Var í afmæli hjá elínu í gær og þar var þetta með öllu eðlilegra móti....sushi og hvítt

mooney (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 22:30

2 identicon

Þú hefur greinilega verið í rétta afmælinu ;-)

Kolbrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 05:29

3 identicon

En hvað þetta hljómar frábærlega.. skandínavískt touch til Kína..  vantaði bara síldina !! Original snilld.

Ætla að vera með pólska airwaves veislu á laugardaginn.   Polish food is the new black. Nastrowie!!

anna margrét björnsson (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband