Leita í fréttum mbl.is

The Tudors

tudorsAlveg týpískt fyrir mig að verða húkkt á einhverju sjónvarpsefni akkúrat þegar ég ætlaði að vera svo dugleg að læra. Ég fjárfesti í fyrstu seríunni af the Tudors í gær og þrátt fyrir að yfirbragð þáttanna sé heldur í miklum sápuóperustíl þá hef ég endalaust gaman af þessu tímabili í sögunni. Hinrik áttundi var ansi litríkur konungur og auðvitað ekki síður afkomendur hans. Ég sit alveg stjörf yfir þessu, sigrunum, plottunum, svikunum og annarri huggulegri pólitíkHalo. Hlutirnir hafa svo sem ekki mikið breyst jú kannski fyrir utan það að nú um stundir eru keppinautarnir í pólitík teknir af lífi í fjölmiðlum en ekki hálshöggvnir af böðlum. Einnig merkilegt hvað það virðist oft drífa pólitíkusa áfram þráin eftir því að verða ódauðlegur en samkvæmt þessum þáttum virðist það hafa verið aðal málið hjá þessum fræga konungi Englands. Tískan frá þessum tíma hefur líka sinn sjarma, karlmenn í sokkabuxum eða brynjum og konur hlaðnar skartgripum í þessum þungbúna og dökka miðaldastíl heillar mig.Smile Já svo eiginlega hef ég ekkert rosalega mikinn tíma til að blogga, Hinrik og kó þurfa að hafa athygli mína óskipta........

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband