Leita í fréttum mbl.is

Nágranninn minn

Ég hitti manninn sem býr við hliðina á mér í annað skiptið í dag, við vorum samferða í lyftunni og fórum að spjalla. Kom í ljós að þessi nágranni minn, Peter, er alveg ótrúlega áhugaverður maður. Hann er frá London en hefur búið hér í Peking fyrst í fyrra og svo aftur núna, er að læra kínversku. Hann er doktor í stærðfræði og lögfræðingur. Vann í City í London sem bankalögfræðingur þangað til að hann hætti að vinna 44 ára, fannst hann hafa þénað nóg. Síðan þá í 10 ár hefur hann búið víðsvegar um heiminn og stúderað það sem hugurinn hefur girnst. Hann talar frönsku, þýsku, rússnesku, spænsku og er að læra kínversku núna eins og áður sagði. Hefur líka búið á mörgum stöðum eins og áður sagði, meðal annars í Malasíu, New York og Moskvu. Við stóðum frammi á gangi og spjölluðum saman í um klukkutíma um heima og geima, pólitík, tungumál, sögu og samfélagsleg vandamál hér í Kína og í Evrópu. Alveg rosa gaman að spjalla við hann og hugsa ég mér gott til glóðarinnar að rekast á hann oftar og spjalla um eh áhugavert.......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Humm... er hann myndarlegur .

En gaman að þú ætlir heim um jólin, ég líka. Ég legg líka af stað 20. des heim! Farðu vel með þig Kínalína hihi.

Kristbjörg Þórisdóttir, 11.11.2007 kl. 17:04

2 identicon

love is in the air.........

mooney (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 21:53

3 identicon

hehehe þið segið það, amk er hann klár og næs maður!! Við vonandi náum að hittast eh meðan við verðum heima, ég verð heima til 15. janúar. Hafðu það gott í baunalandi þangað til!!!

Kolbrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband