Leita í fréttum mbl.is

Flugeldar

Við Íslendingar erum þekkt fyrir að vera skotglöð þjóð þegar kemur að flugeldum. En ég held að Kínverjar eigi þó vinninginn. Síðan að ég aftur til Peking á sunnudaginn hafa sprengingarnar ekki stoppað. Það eru komnir ca 10 dagar síðan nýárið hjá þeim gekk í garð. Mér skilst reyndar að flugeldarnir sem er verið að sprengja núna séu samt ekkert miðað við hvernig þetta var yfir hátíðarnar hjá þeim. En það er kannski ekkert skrýtið að þeir séu sérfræðingarnar í að skjóta upp flugeldum því jú þeir eru einnig aðal framleiðendurnir.

Annars er ég á fullu í að berjast við kínverska skriffinna í menntakerfinu hérna, það kom nefnilega í ljós að ég þarf leyfi frá háskólanum mínum til að læra kínversku í öðrum háskóla. Jamm það er ekki neitt einfalt hérna í Kína. Ég er þó búin að fá loforð frá skólanum mínum um að ég megi læra kínversku í hinum skólanum svo vonandi fæ ég það skriflegt á morgun og get því skráð mig í kínverskuna á morgun því það er síðast sjens. Jamm þótt ég hafi verið mjög tímanlega í því að sækja um þennan kúrs, sótti um 4. janúar hvorki meira né minna þá kom í ljós að þeir taka ekki við rafrænum umsóknum. Hmmm ég tók ekkert eftir því og þeir létu mig heldur aldrei vita. Svolítið spes allt saman en ég vona að þetta gangi upp á morgun. Ef þetta gengur upp þá verð ég í kínverskutímum 4 sinnum í viku frá 8-12. En það veitir ekkert af. því kínverska er nú meira skaðræðismálið.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: maddaman

Hæ skvís... farðu á MSN ef þú sérð þetta fljótlega!

maddaman, 20.2.2008 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband