Leita í fréttum mbl.is

Velheppnuð kvöldstund

Afmælið hans Ryans heppnaðist bara ægilega vel. Við vorum að hittast í fyrsta skipti flest bekkjarsystkinin á þessari önn og voru það fagnaðarfundir. Þessi önn verður þó öðruvísi að því leyti að við munum ekki verða öll saman í tímum þar sem við dreifumst í mismunandi fög og það er ekkert skyldufag þar sem allir eru saman. Svo nú verður mikilvægara að halda hópinn í félagslífinu. Flestir komu með eh matarkyns og kenndi þar ýmissa grasa, Momo og Haolan bjuggu til dumplings eða soðkökur, svo var sushi, ýmsir kjötréttir, einn sem var eins og candyfloss úr svínakjöti, bara nokkuð góður. Eftir að hafa gert veitingunum góð skil skelltu nokkrir sér í póker en mér sýnist á fréttunum heima að það sé með heitari umræðuefnum þessi dægrin. Eftir pókerspilið var kominn tími til að drífa sig í klúbbinn "World of Suzie Wong". Það var mjög gaman þar, góð tónlist, góð blanda af fólki og flottur staður. Ég á pottþétt eftir að fara þangað aftur.

Hér á eftir koma nokkrar myndir frá kvöldinu birtar með góðfúslegu leyfi höfundarins Körlu en ég var ekki í neinu myndartökustuði í gær. Ég leyfi svo bara myndunum að tala sínu máli.....

 n517188953_322185_8094n517188953_322196_2740n517188953_322198_3505n517188953_322227_6453n517188953_322211_8770n517188953_322214_9922n517188953_322228_6842


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband