Leita í fréttum mbl.is

Ferðasagan til Peking

Ferðin hófst á sunnudagseftirmiðdeginum 26. ágúst sl. Ég var í fínu formi eftir að hafa farið á kveðjudjamm kvöldið áður á Stuðmannaball á Seltjarnarnesinu. Nokkuð gott ball og skemmtilegt partý hjá Ernu vinkonu á Bakkavörinni. En sunnudagurinn var svo notaður í að klára pakka og kveðja. Það verður að viðurkennast að það var erfiðasti hlutinn við þetta allt saman að kveðja fjölskylduna og vinina.
Ég flaug til Köben með Icelandexpress og vil ég nota tækifærið og þakka kærlega fyrir framúrskarandi þjónustu :-) Matti er greinilega alveg að taka þetta með stæl! Um nóttina gisti ég á hóteli á Kastrup og var það frekar þægilegt að þurfa ekki að fara lengra með farangurinn, sem var svoldið mikill, ehemm. Snemma á mánudeginum var ég svo bókuð í flug til Frankfurt og þaðan átti ég svo flug með China Air til Peking. Þegar ég var að tékka mig inn í Köben til Frankfurt komust þeir að því að ég var með aðeins þyngri farangur en 20 KG og þurfti daman að reiða fram nokkra þúsundkallana. Þeir höfðu engan skilning á því að ég væri að flytja til Kína í EITT ár, hmmm.... En bótin í málinu var sú að ég gat tékkað farangurinn alla leiðina, úff hvað ég var fegin, við erum að tala um 50-60 kíló. Sum sé ferðin gekk mjög vel til Frankfurt og þaðan til Peking, ég eiginlega svaf stærstan hlutan af ferðinni. Ég fann fyrir því að ég flaug með kínversku flugfélagi í gegnum matinn sem borinn var fram. Maður gat valið um kjúkling eða nautakjört með hrísgrjónum í kvöldmat og í morgunmat stóð valið um steik hrísgrjón eða steiktar núðlur. Ég lenti svo tæplega sex á þriðjudagsmorguninn en Pekingbúar eru 8 tímum á undan Íslandi.
Ferðin gekk bara mjög vel í alla staði og vil ég enn og aftur þakka Matta og Gumma Eyþórs kærlega fyrir, án ykkar hefði þetta ekki farið svona vel!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kemur ekki a ovart ad frokenin gat sofid næstum alla leidina. thad getur ENGINN sofid jafnmikid og thu!!

mooney (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 07:36

2 identicon

Gaman að geta lesið um ferðir þínar Kolla mín og gott að allt gekk vel. Gangi þér vel í íbúðarleitinni. Kv.Fjóla

Fjóla (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 08:43

3 identicon

Bara að kvitta fyrir mig og hvetja þig til frekari dáða! Bestu kveðjur og góða skemmtun

GBB

GBB (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 10:43

4 identicon

jahérna hér rosalega eru þeir skilningslausir að vilja ekki hleypa þér í gegn án þess að borga með þessa "litlu" yfirvigt ;)

En gangi þér rosa vel Kolla mín :)

Benný (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband