Leita í fréttum mbl.is

Skólaferðalag

Eftir að hafa eytt morgninum í umfjöllun um kenningar í alþjóðasamskiptum í International Security og eftir dumplingshádegismat lögðum við af stað í skólaferðalag með prófessornum sem kennir okkur alþjóða hagfræði. Prófessor DING Dou er alveg einstaklega elskulegur maður og mjög klár í hagfræði, það sem hefur kannski verið vandamál er að hann talar ekki né skilur ensku sérstaklega vel. Í fyrsta tímanum leist okkur ekki á blikuna og næstum hrökkluðumst úr tímanum en vegna þess að við sáum að hann vildi virklega gera sitt besta fyrir okkur ákváðum við að halda áfram. Tímarnir hafa skánað og okkur gengur betur að skilja hann og hann okkur. En sem eitt dæmi um hversu næs hann er þá vildi hann endilega fara með okkur í ferðalag. P1000478Ferðinni var heitið að Fragrant Hills sem er rétt fyrir utan Peking. Að engu leyti tengt alþjóða hagfræði en óskaplega fallegur staður, fjöll skógi vaxin, tjarnir, lítil hof og aðrar byggingar. Leiðin upp fjöllin var lögð steini og á sumum stöðum voru tröppur til að auðvelda gönguna. P1000484Við röltum upp á hæðirnar en stoppuðum annað slagið til að skoða ýmislegt sem varð á okkar vegi. Meðal annars er í hæðunum hús sem Maó dvaldi í árið 1949 áður en kommúnistarnir réðust inn í Peking. Það var gaman að koma í þetta sögulega hús og að ákveðnu leyti minnti arkitektúrinn mig svoldið á íslensk hús. Við húsið var tjörn sem var full af syndandi gullfiskum, mjög flott að sjá þá og mun flottara heldur en týpísk fiskabúr ;-) P1000495En vegna þess að ég hafði aðeins misskilið hvað við vorum að fara að gera í þessari ferð þá var ég ekkert í bestu skónum til að fara í fjallgöngu svo ég snéri við áður en lappirnar á mér voru alveg dauðar. Á leiðinni niður aftur sá ég reyndar konur í háhæluðum skóm labba upp fjallið svo mér fannst ég nú smá aumingi að gefast upp í sléttbotnuðu skónum mínum. Þegar ég kom niður rölti ég eina götu þar sem var verið að selja ýmislegt matarkyns og ég ákvað að smakka smáepli sem er raðað uppá pinna og húðuð með harðri sykurhúð. Þessi epli sér maður út um allt hérna, annað hvort seld fersk eða á svona pinnum. P1000540Smakkaðist eins og sambland af krækiberjum og bláberjum, súr en sykurinn bætti það upp, alveg ágætt. Í alla staði hið skemmtilegasta ferðalag með prófessor DING Dou en hann fer á þennan stað í hverri viku í fjallgöngu til að auka hreysti sína. Ég er alveg ákveðin í því að fara þarna aftur mjög fljótlega í almennilegum skóm til þess að njóta náttúrunnar þarna sem er alveg yndisleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvernig veistu að hann sé mjög góður í hagfræði ef hann talar hvorki né skilur ensku? Ertu orðiin svona klár í kínverskunni!!    ;)

Benný (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 10:43

2 identicon

Oh ég vildi að ég væri orðin svona klár í kínverskunni, en nei því miður, prófessorinn er doktor í hagfræði...svo ég lagði bara saman 2 og 2 ;-)

Kolbrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 12:51

3 Smámynd: maddaman

hehe... maður verður bara öfundsjúkur að vera á klakanum þegar maður les bloggið þitt...

maddaman, 18.10.2007 kl. 01:42

4 identicon

Sæl vertu Maddama góð, já ég er alsæl hérna þrátt fyrir að ýmislegt sé nú ansi framandi. Gengur annars Bifrastarlífið ekki vel?

Kolbrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 09:30

5 Smámynd: maddaman

Sæl Kolbrún mín, maddaman er ekki á Bifröst heldur í Reykjavík:) Afsaka sérstaklega hvað ég er búin að vera óduglega að hafa samband og skrá mig inn á webmessenger!

maddaman, 18.10.2007 kl. 16:44

6 identicon

Úbbs fyrirgefðu fljótfærnina, ég þekkti bara eina maddömu en það er ekkert verra að hafa þær tvær! Jamm farðu svo að láta sjá þig á MSN vinan!!

Kolbrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband