Leita í fréttum mbl.is

Léttur föstudagur

Það var frí í kínverskunni í morgun og ákváðum við þá nokkur að nota tækifærið og kíkja niður í bæ og fá okkur snarl á bókasafninu/bókaversluninni/veitingahúsinu The Bookworm. Tækifærið var auðvitað nýtt og fleiri bækur keyptar, þetta er orðið eiginlega heldur hættulegt fyrir mig að fara í bókabúðir. Þegar við vorum búin að skoða held ég hverja einustu bók sem þarna var til sölu var niðurstaðan hjá mér 2 bækur. Ég er sko að reyna að rækta viðskiptaáhugan upp hjá mér ;-) Nú ég fékk mér samloku með mozzarella og tómötum en það voru mikil mistök. Ef það er eitthvað sem mér finnst vont hérna eru það kínversku brauðin, þau eru með eh undarlegu sætu bragði, úff mér finnst það hreint út sagt ógeðslegt. Eftir að hafa þvælt þessari samloku í mig þegar ég var búin að reyna að endurhanna hana með salti og hvítlauksolíu skildi ég við krakkana og skellti mér í afmælisnuddið. Oh þvílík nautn, ég held ég svei mér þá hafi sofnað á meðan P1000544það var verið að kremja á mér vöðvana. En ég er algjörlega endurnærð og er orðin algjör fíkill í nudd og annað dekur. Undanfarna daga hefur verið ótrúlega næs veður, þeir tala um það hérna að haustin séu yndisleg og ég verð nú að vera sammála því að sól, heiðskýr og blár himin og þægilegur hiti er eitthvað sem ég á ekki erfitt með að njóta. Reyndar hefur verið svolítið rok en það minnir mig nú bara á heimaslóðir og mér finnst oft kósý að vera heima að læra og heyra gnauðið úti. Ég hef nú eitthvað minnst áður á tískuna sem ríkir hér um slóðir og þetta glamúr æði sem margir hérna virðast illa haldnir af. P1000487En það er gaman að fylgjast með þessu og þetta fer fólkinu hérna alls ekki illa svona fíngerð og dökkhærð öll sömul. Ég hef nú svo sem lítið skoðað í búðir hérna í nágrenninu en ég bý mjög nálægt vinsælu stúdentahverfi þar sem er fullt af fatabúðum. P1000547En ég keypti í fyrsta skipti tískublað hérna, Elle á kínversku, er svoldið spennt þótt ég geti lítið lesið í því, ég skoða bara myndirnir ;-) Eftirmiðdagurinn og kvöldið verður svo nýtt í að lesa um pólitíkina í Suðaustur Asíu en nú þýðir ekkert annað en að fara að herða lesturinn þar sem önnin er farin að styttast í annan endann, sérstaklega ef ég ætla að ná því að eyða jólunum heima á Íslandi!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband