Leita í fréttum mbl.is

Ljúfir dagar á heimaslóðum

Þá er maður búinn að dvelja heima um tíma og hafa það mjög svo indælt um jólin. Heimferðin frá Peking var nú ansi merkileg fyrir margar sakir. Það sem setti á hana sterkan svip voru seinkanir á öllum þremur flugunum sem ég tók til þess að komast heim. Allt gekk þetta þó að lokum og ég var komin heim einum og hálfum sólarhring eftir að ég hóf ferðalagið í Peking. Fríið hérna heima hefur verið mjög svo ljúft og hef ég eytt tíma mínum með fjölskyldu og vinum. Ég er líka búin að kíkja út á lífið og verður að segjast að ekki hafa nú hlutirnir breyst mjög mikið. En þrátt fyrir það er maður búinn að fjárfesta í miða á nýársfagnað og hlakka ég svoldið til enda orðið ansi langt síðan að ég fór síðast á slíkt ball. Verður spennandi að sjá hvernig þetta verður. Annars er nú fríinu að ljúka því að ég stakk af frá Peking án þess að vera búin að klára allar ritgerðirnar mínar svo að nú þarf ég að setja í skriftargírinn næstu dagana og klára önnina áður en ég fer svo í almennilegt frí en það verður víst ekki á Íslandi í þetta skipti heldur í Suðaustur Asíu. Ég ætla svo að leyfa mér að skella inn korti sem bekkjarfélagi minn gerði og sendi okkur í bekknum. Algjört snilldarverk.

image001


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband