Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt nýtt ár, árið 2008!

Það er ekki laust við það að við þessi árlegu tímamót að maður snúi sér aðeins við og horfi til baka á árið sem er liðið og jafnvel enn lengra til baka. Það eru eins og gengur góðir og slæmir hlutir sem hafa gerst. Sumt getur maður notað til að læra af og passa sig á því að lenda ekki í sama farinu aftur. Aðrir hlutir hafa verið manni góðir og þá er auðvitað að halda áfram á þeirri braut. Mér fannst það alveg tilheyra að fara með góðum vinum og fagna almennilega árinu sem gengið er í garð. Ég trúi því að ef maður tekur vel á móti þá mun þetta verða gott og gjöfult ár. Til þess að fagna skellti ég mér á nýársfagnað á Hótel Loftleiðum og það var bara svona ótrúlega gaman. Það var glæsileg umgjörð og mjög skemmtilegt ball sem beið okkar. Bara nokkur slatti af fólki sem maður hitti og ekki nóg með það heldur gat ég aldeilis farið að sinna áramótaheitinu sem er að sinna góðum vinum mínum og hitta nýtt og skemmtilegt fólk. Ég er ekki frá því að það séu kannski bara nokkur spennandi tækifæri sem ég fékk þarna í gegnum fólk sem ég hitti. Svo ég get ekki kvartað árið virðist fara ansi vel af stað!!! Hápunktur kvöldsins var þegar Margrét vinkona steig á svið og sýndi hvað í henni býr mikil stjarna og spádómur kvöldsins var sá að hún ætti eftir að sigra heiminn. Ég hef svo sem aldrei verið í neinum vafa um það ;-)

Annars vil ég bara nota tækifærið og óska ykkur öllum góðs og gæfuríks árs!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Gleðilegt nýtt ár Kollamín. Þakka þér góð kynni á árinu og hlakka til betri kynna í framtíðinni. Nýárskveðja frá Kiddu úr Danaveldi

Kristbjörg Þórisdóttir, 5.1.2008 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband