Leita í fréttum mbl.is

Back in Beijing

Ferðin til Peking gekk vel en var frekar tíðindalítil. Borgin tók vel á móti mér, fallegt veður, sólskin og heiðskír himinn en nokkuð mikið frost. Ekki var það nú verra að fá kvenleigubílstjóra sem er eins og ég hef áður sagt í uppáhaldi hjá mér og má segia að loksins hafi ég fengið eitthvað sem bætti fyrir leigubílstjórann sem svindlaði svo svakalega á mér er ég tók leigubíl frá flugvellinum þegar ég kom hingað í haust. Einhvern veginn kom það mér heldur ekki á óvart að enn eru verslanir og veitingastaðir með glaðlega glimmer jólasveina límda í alla glugga, er alveg í takt við þetta jólastúss hér í Kína......Íbúðin mín leit óskaplega vel út en Ryan hafði tekið sig til og tekið til hátt og lágt og var frekar stoltur af dagsverkinu en Ryan er að passa íbúðina mína meðan ég er á þessu flakki öllu saman. Það virðist eh hafa ruglast hjá mér svefnmynstrið út af tímamismuninum. Ég lagði mig í gærdag vaknaði um kvöldið og skellti mér með Ryan á ódýra pizzastaðinn hérna handan við hornið. Við sátum þar að sumbli fram eftir nóttu, vorum að plana næstu önn sem við erum algjörlega sammála um að hafa afskaplega líflega og skemmtilega. Ætlaði svo að fara að sofa um miðja nótt en gat engan veginn sofnað og endaði á þvi að horfa á fullt af þáttum af Næturvaktinni. Þættirnir eru bara hrein snilld og skemmti ég mér konunglega. Eftir glápið fór ég bara að stússast enda í nokkru að snúast áður en haldið er í bakpokaferðalagið mikla. Er búin að fjárfesta í þessum fína bakpoka, 80 lítra og er að mestu leyti orðin ferðabúin. Ferðalagið hefst svo í fyrramálið eldsnemma og mun standa til 17. febrúar næstkomandi. Ég mun láta vita af mér hérna á síðunni þegar ég kemst í netsamband en tölvan verður skilin eftir heima. Sem sagt vonandi fullt að ævintýrum sem bíða amk er ég farin að hlakka mikið til að heimsækja Víetnam, Laos, Kambódíu, Tæland og HongKong.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Góða ferð Kolbrún og gangi þér allt í haginn. Þetta er bara spennandi að ferðast svona með bakpokann á framandi slóðum. Dóttir mín er "flakkari" og er einmitt að fara til HongKong og ætlar að ferðast um Asíu í nokkra mánuði.

kveðja,

Sigrún Óskars, 18.1.2008 kl. 15:53

2 identicon

Sælar mín kæra

Vona að ferðalagið gangi vel hjá þér! Gott að heyra að þú hafir komist heilu og höldnu aftur til Kína, -það eru allir farnir að sakna þín nú þegar. Hlakka svo til að heyra af ferðalaginu góða. ;)

Bestu, Margrét


p.s. Ég fékk skilaboðin frá þér þarna rétt áður en þú fórst í loftið, á eftir að kíkja í Beykihlíðina, mjög forvitin.... !!

Margrét Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband