30.8.2007 | 16:41
Íbúðarhúsnæði
Ég fór að skoða íbúðir í dag. Ég takmarkaði leitina við húsnæði nálægt skólanum. Ég skoðaði 3 íbúðir en samkvæmt Mindy Li, leigumiðlara þá er frekar takmarkað úrval af íbúðum við háskólana vegna mikillar eftirspurnar. Fyrst fór ég og skoðaði íbúð á 6. hæð í svona blokkar kombói, nokkrar blokkir saman og garður í miðjunni. Mjög fín íbúð, björt og húsgögnin frekar látlaus og stílhrein, 2 svefnherbergi, stofa, eldhús og baðherbergi. Síðan skoðaði ég aðra íbúð á sama stað á 16. hæð, sú íbúð var enn stærri með 2 svefnherbergjum, stofu, eldhúsi og 2 baðherbergjum. Stíllinn í þessari íbúð var yfirdrifinn amerískur glamúrstíll. Þessar íbúðir eru í ca 20 mínútna göngufæri. Síðan kíkti ég á eina 2ja herbergja íbúð sem er í 10 mínútna fjarlægð frá skólanum en ég afskrifaði hana um leið og ég sá hana, frekar óspennandi og dimm íbúð. Ég ákvað að lokum að taka fyrstu íbúðina og létum við strax vita að ég væri til í að leigja hana í eitt ár. Þá kom upp babb í bátinn þar sem eigandinn vildi aðeins leigja hana í 11 mánuði, þar sem ég geri ráð fyrir að vera hér á ólympíuleikunum í ágúst á næsta ári gat ég ekki sætt mig við það. Þá var eigandinn tilbúinn að leigja mér hana í 12 mánuði ef ég myndi borga fimmfalt verð fyrir ágúst á næsta ári. Mér var ekki skemmt og ég sló þennan díl alveg kaldann út af borðinu. Þá ákvað ég bara skella mér á ameríska glamúrinn, reyni bara að dempa hann eins og ég get. En sem sagt ég flyt í íbúðina á morgun. Þar sem íbúðin er svo stór og rúmgóð með 2 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum hvet ég sem flesta að kíkja í heimsókn :-) Ég á ábyggilega eftir að fá víðáttubrjálæði eftir að hafa búið í íbúðinni á Skólavörðustígnum, sérstaklega hvað varðar pláss í baðherberginu!!
Athugasemdir
Haha.. en gaman að lesa ferðasöguna.
Þeir ætla greinilega að græða á ólympíuleikunum. Hlakka til að sjá myndir af glamúríbúðinni. Er ekki allt voðalega feng-shui?
hafðu það æðislegt
A
amb (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 12:24
Til hamingju með að vera komin með íbúð, hlakka til að sjá hana!
Guðrún Björg (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.