4.9.2007 | 11:13
Bei Jing Da Xue
Er kínverska nafnið á háskólanum í Peking, í daglegu tali kallaður Bei Da. Ég fór í skólann í dag á fund hjá prófessor Arne Westad sem sér um námið í LSE. Reyndar kom í ljós í lok fundarins að hann er frá Norður-Noregi sem var ánægjulegt að heyra en það eru engir Norðurlandabúar fyrir utan mig í prógramminu :-) Hann var að kynna LSE-hlutann fyrir okkur og gefa okkur ýmsar praktískar upplýsingar um námið í London. Hann sagði okkur einnig að þetta hefði verið vinsælasta prógrammið hjá þeim og hefðu um 250 manns sótt um það en við vorum aðeins 22 sem komumst inn svo hann áréttaði fyrir okkur að við ættum að vera ansi ánægð með það.
Á fundinn var mættur stærsti hlutinn af okkur og var góð stemming í hópnum, við erum með mjög mismunandi bakgrunn og menntun, sumir viðskiptamenntaðir, aðrir úr stjórnmálafræði eða alþjóðasamskiptum og svo ég og ein kínversk stelpa sem komum úr lögfræði. Við eyddum svo tíma eftir fundinn með prófessornum til að skiptast á símanúmerum. Það var sérstaklega góð tilfinning að fá símanúmerin hjá kínversku krökkunum sem sögðu að við mættum hringja í þau út af öllu sem þau gætu hjálpað okkur með hérna í Peking. Þvílíkur munur að hafa svona kontakta. Á morgun er svo fundur með kínversku prófessorunum og munu þeir gefa okkur allar upplýsingar um námið hérna í Peking. Ég er mikið farin að hlakka til að byrja í skólanum en tímarnir hefjast á mánudaginn næstkomandi.
Svo fékk ég ánægjulegar fréttir en nokkrir af krökkunum sem eru með mér í prógramminu eru búin að finna sér íbúðir hérna alveg við mína íbúð, það er gott að hafa þau hérna nálægt upp á að geta hitt þau eða farið samferða þeim í skólann.
Athugasemdir
Er boyfriend material í hópnum? nei ég bara segi svona....
mooney (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 15:56
Sælar mín kæra.
Rendi yfir atburði síðustu daga. Sagan frá bankaferðinni góð: .....og hver segir það... Ekta Kolla. Gangi þér allt í haginn og ég veit að þú nýtur þess að vera þarna.
Saknarkveðjur, Anna
Anna Ólafsd (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 21:13
Hvar eru myndirnar af baðherberginu mínu sem þú varst búin að lofa mér????
mooney (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 21:14
Tja það er spurning hvort það sé ekki bara frekar í kennarahópnum...... Myndirnar koma en ég þarf fyrst að koma mér almennilega fyrir!
kolbrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.