Leita í fréttum mbl.is

Kínverska prógrammið og dagurinn í dag

Í dag var fundur í skólanum þar sem kynnt var fyrir okkur prógrammið sem verður kennt hér í Kína. Þetta lítur ágætlega út, reyndar hvarf ansi mikið af valkúrsunum sem voru á heimasíðu skólans. Við tökum einn skyldukúrs sem heitir China´s Politics and Diplomacy. Síðan eru 3 skyldukúrsar sem við megum velja 2 af, og æ það er bara einn kenndur á haustönn og hann heitir International Security: Theory and Practice. Síðan verða hinir 2 kenndir eftir áramót þó með þeim fyrirvara að annar þeirra gæti dottið út af því að prófessorinn þarf að vera eh staðar annarsstaðar að kenna. Frekar fyndið. Að lokum er einn valkúrs sem við eigum að taka en okkur verður sent úrvalið í maili, reyndar var sagt að þeir væru 2 eða 3, en upphaflega voru þeir í kringum 6 eða 7. En hvað maður getur ekki ætlast til að allt sé eins og maður er vanur, þá væri ekkert gaman að því að kynnast framandi menningu.

Síðan var okkur sýnt bókasafnið, þar var sérstök hilla af bókum á ensku fyrir kúrsana okkar, allar aðrar bækur sýndist mér vera á kínversku. Það sem vakti athygli okkar í hópnum var að allar bækurnar voru bara ljósrit, allar alveg eins, bundnar meira að segja í sama litinn af pappír. En við megum sem sagt ljósrita eins og við viljum og þurfum ekkert að borga fyrir held ég :-) Kínverjar virðast ekki spá mjög mikið í höfundarétt eins og maður hefur svo sem heyrt af. Ég held að ég sleppi því að segja að ég hafi skrifað kandídatsritgerðina mína um hugtakið verk í höfundarétti.....

Annars heldur áfram að vera hlýtt í veðri og ég er ekki frá því að hitastigið hafi eitthvað hækkað, það er sem sagt yfir 30 stiga hiti hérna á daginn. Ósköp ljúft og það sem gerir það ljúfara er að það kemur ágætur blástur annað slagið. Ég hef varla farið úr fínu svörtu ECCO sandölunum mínum síðan ég kom, get ekki hugsað mér að vera í lokuðum skóm þessa dagana. Samskonar veðri er spáð áfram, amk eins langt og ég hef séð sem er ein vika.

Eftir skólann fór ég og hitti Ástu en hún kynnti fyrir mér hverfi sem heitir Wudaokou sem liggur eiginlega á milli okkar en þetta er hverfi með fullt af verslunum og veitingastöðum. Eiginlega byrjuðum við á að kíkja á líkamsræktarstöð og hún lofar bara ansi góðu. Minnir bara svoldið á Laugar. Ég er alvarlega að spá í að kaupa mér kort þar. Síðan skelltum við okkur á mjög fínan japanskan stað þar sem við borðuðum "sticks and sushi" og drukkum japanskan bjór með, fyrir manninn kostaði um 400 kr.

EFtir matinn röltum við aðeins um hverfið og Ásta sýndi mér það helsta, góð kaffihús, matsölustaði og verslun sem er með svolítið af vestrænum vörum. Ég held að þetta verði hverfið sem ég mun mest vera í viðskiptum við en í kringum íbúðina mína er ekki mikið um verslanir, bara litlar búðir þar sem hægt er að kaupu helstu nauðsynjar. Reyndar eru hérna við götuna mína heill hópur af mönnum og konum sem koma með litla vagna og selja grænmeti og ávexti. Mjög heimilislegt og sætt :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ok nú er nóg komið, ég vil fá að vita hvar ég á að eiga heima.  Show me my room woman!

mooney (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband