Leita í fréttum mbl.is

Shopaholic

Já ég verð aðeins að deila því með ykkur en je dúdda mía það er frekar gaman að versla hérna. Þetta slær eiginlega allt út sem ég hef áður reynt eins og t.d. BNA. Það er sem sagt glaður sjoppari sem verslaði sér 3 pör af skóm, 2 töskur og óheyrilegt magn af DVD-myndum í dag. Þeir sem hafa meldað sig hingað í heimsókn eiga sko skemmtilega tíma framundan í verslunarleiðangri fyrir utan allt hitt sem er svo spennandi og sjarmerandi við Peking. Til að taka eitt dæmi að lokum þá hef ég tekið eftir því að á torgi fyrir utan bygginguna sem ég bý í þá safnast saman hópur af fólki á kvöldin og dansar gömlu dansana við tónlist í hlýjum andvaranum sem er oft hér á kvöldin. Það er alveg ótrúlega sjarmerandi að fylgjast með þessu, allir svo afslappaðir og hamingjusamir að sjá.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jeminn eini....held ég geti ekki beðið eftir áætluðum heimsóknartíma... er heimsending í boði???

mooney (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 21:26

2 identicon

... tek undir með fyrri ræðumanni... geðveikir skór... viltu kaupa handa mér líka???

Jóhanna (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 19:08

3 identicon

Kolla mín, viltu vera svo væn að taka visakortið af Mooney um leið og hún mætir á svæðið! 

Gaman að fá að fylgjast með Kínaævintýrinu þínu.

Bestu kveðjur frá Fróni;

Lísa
 

Lísa Hjalt (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband