10.9.2007 | 03:59
Vín vs Peking
Það eru akkúrat 10 ár síðan ég dvaldi síðast í útlöndum við nám. Það var í Vín í Austurríki þegar ég tók hluta af lögfræðinámi mínu í ERASMUS prógramminu. Það er óhætt að segja að einn ákveðinn siður hefur rifjast upp fyrir mér undanfarið frá því að ég var í Vín vegna þess hve þessi siður er algjörlega frábrugðinn því sem gerist hér. Það er sem sagt hvernig fólk snýtir sér eða hreinsar vitin í sér af hori og slími. Já frekar huggulegt umræðuefni;-)
Ég var ekki búin að vera lengi í Vín þegar ég áttaði mig á því að allir sem voru maður með mönnum gengu um með svokallaða "Taschentuch" þ.e. litla bréfvasaklúta. Áður en ég vissi af var ég búin að fjárfesta í svona klútum og lét ekki sjá mig neins staðar án þeirra. Reyndar gleymdi ég þeim nú eh tíma og var einmitt með kvef og saug upp í nefið í eh tímanum í skólanum. Og viti menn það var um leið búið stinga einum klútnum upp í andlitið á mér.
Hér í Peking er þetta svolítið önnur saga. Hérna ræskja menn sig, og ég meina þeir RÆSKJA sig. Það er sko alveg langt innan úr maga sem það hefst og gengur svo upp með þvílíkum hljóðum og endar svo með því að það er hrækt með stæl á götuna. Þetta er svo svakalegt að í einni túristabókinni sem ég á um Peking er þetta talið vera eitt af fjórum verstu atriðunum við borgina. Orðrétt segir : "Witnessing spitting like you have never seen og heard before". Svo elskurnar mínar ef þið takið eftir því þegar ég kem heim að ég hef tekið upp þennan "sið" viljið þið þá vera svo væn að benda mér á það.......
Athugasemdir
umm.. ég veit ekki hvort ég myndi benda þér á það því ég held mér væri of skemmt að sjá svipinn á fólkinu í kringum þig þegar það sæi þig gera þetta
Benný (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 16:31
Oh þú ert of næs Benný ;-)
kolbrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 16:46
Kolla mín. Ég mun benda þér á þetta. Ef þú dirfist að taka upp þennan sið.
Bkv.
Þórey Anna (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 14:08
Oj Kolla.....man reyndar eftir ýmsum misskemmtilegum siðum frá Kínverjunum þegar ég var í Bretlandi...ehemm.....
Fjóla (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.