Leita í fréttum mbl.is

Fyrsti dagurinn í skólanum frekar áhugaverður!

Ég vaknaði snemma í morgun til þess að mæta í tíma í skólanum. Ég var komin út rúmlega átta því ég hafði enga hugmynd um hvernig það myndi ganga að finna leigubíl á þessum tima dagsins. Þegar ég kom út hitti ég bekkjarfélaga mína sem búa í sama blokkarkombói. Við ákváðum þrjú að taka saman leigubíl. Reyndar tók það strákana sem ætluðu með mér eh tíma að koma sér af stað og við byrjuðum að leita af taxa rúmlega hálfníu en tíminn okkar byrjar kl. 9. Við löbbuðum fram og til baka hér um götuna en það virtust alls ENIGIR leigubílar lausir, og ef þeir voru lausir keyrðu þeir framhjá okkur. Við vorum orðin frekar stressuð enda klukkan örfáar mínútur í níu. Það endaði með því að Ryan sem talar ansi góða kínversku gat stoppað eh bíl og talað bílstjórann á að keyra okkur í skólann fyrir greiðslu. Við vorum komin ca korter yfir níu í skólann og þegar við komum var prófessorinn ekki mættur. Heppin við en prófessorinn mætti ekki fyrr en klukkan tíu. Þegar hann mætti sagði hann að enginn hefði látið hann vita að hann ætti að kenna þessa tíma hvað þá látið hann vita hvenær hann ætti að kenna þá. Frekar spes fannst okkur öllum sem komum frá öðrum löndum en kínversku krakkarnir kipptu sér ekkert upp við þetta. Ég vona samt að þetta sé ekki það sem koma skal í skipulagningunni í prógramminnu okkar. Tíminn var annars áhugaverður þar sem fór fram umræða um stjórnarfarið í Kína sem hefur byggt á sömu hefðum síðustu 2000 árin. Þá var verið að bera saman stjórnarfarið í Kína við lýðræðisstjórnarhættina á Vesturlöndum. Eftir tímann fórum við öll að sækja um svokallað campuskort en kínversku bekkjarfélagarnir voru okkur til aðstoðar. Þar fengum við þær upplýsingar að kortin yrðu til eftir mánuð vegna anna við að gefa út kortin. Við þurfum t.d. á þeim að halda til að geta tekið bækur á bókasafninu. En sem betur fer er nú til athugunnar að fá handa okkur bráðabirgðakort. Ansi ólíkt því sem maður á að venjast heima á Íslandi :-)

Annars er ég nú á leiðinni í matarboð hjá ítölskum bekkjarfélaga mínum sem býr 14 hæðum fyrir neðan mig. Ég hlakka mikið til enda elska ég ítalskan mat. Vonandi kann hann að elda góðan mat en þá er aldrei að vita nema að maður blikki hann til að kenna manni eitt eða tvö handtök :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...þetta er aldurinn kolla ...við hefðum verið dauðfegnar að losna við tíma í HÍ í "gamla" daga!!!  Reyndu svo að heilla ítalann...þá getum við gefið e-um Jamie Oliver Italy bækurnar okkar í jólagjöf!

mooney (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 13:07

2 identicon

Humm á nú að fara að kíkja á ítalska fola?

Vonandi var maturinn góður og gaf tón um gott framhald

IL (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband