12.9.2007 | 16:18
Lókal stemming
Fór og fékk mér kvöldmat með bekkjarfélögunum sem búa í sömu byggingu og ég. Hérna í nágrenninu eru ansi skemmtilegar götur sem við köllum "skítugu göturnar". Við þessar götur er fjöldinn allur af litlum búðum og veitingastöðum sem aðallega heimamenn sækja. Það er ekki nú verið að heilla túristana hérna. Við fórum og fengum okkur að borða á einum veitingastaðnum. Með okkur var Ryan sem talar ansi góða kínversku og pantaði hann fyrir okkur öll matinn. Aðalrétturinn voru grillspjót (hef reyndar ekki hugmynd um hvaða kjöt var á þeim), meðlætið var hrísgrjón, grænmeti, kjúklingaréttur og svo auðvitað kínverskur bjór á línuna. Allir borðuðu eins og þeir gátu í sig látið en fyrir máltíðina borguðum við í kringum 700 kr. fyrir 6 manns. Mjög góður matur og ótrúlega ódýr. Ég held að við séum búin að finna lókalinn okkar....
Athugasemdir
Þú kemur moldrík heim með þessu áframhaldi m.v. verðið á veitingastöðunum hérna heima :):)
Jóhanna (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 19:07
Hehehehehe ætli það. Ef ég þekki mig rétt þá eyði ég bara meira fyrir vikið!
kolbrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.