Leita í fréttum mbl.is

Bækur

Ég elska bækur og fæ bara aldrei nóg af þeim. Hef oft keypt miklu fleiri bækur en ég kemst yfir að lesa og hef ósjaldan fengið mis penar athugasemdir frá vinum um að maður eigi nú líka að lesa bækurnar sem maður kaupir. En ég bara ræð ekki við þetta, mér finnast þessir fróðleiksbrunnar í pappírsformi algjörlega ómótstæðilegir.

Í dag fór ég í "The English Bookstore" sem er niðri í bæ að kaupa bækur til að komast betur inn í hið kínverska samfélag með einum eða öðrum hætti. Ég keypti kínverska matreiðslubók sem kennir að elda venjulegan heimilismat og er ég að vonast til að það hjálpi mér að átta mig á matarúrvalinu hérna og hvernig ég að setja saman matartegundir sem ég hef ekkert vit á. Svo keypti ég bók um kínverska stjórnskipan og þá hvernig hún er byggð í kringum kommúnistaflokkinn. Ég stóðst heldur ekki freistinguna að kaupa bók um kínverskt einkamálaréttarfar og af einhverjum orsökum koma mér í hug nöfn á 2 vinum mínum, sjálfum laganördunum Stefáni Boga og Finni Þór. Ég er nokkuð viss um að þeir hefðu áhuga á að glugga í hana með mér :-) Þá keypti ég enn eina bókina um hvernig ég get sparað peninga, tíma og fleira sniðugt hér í Peking, en bókin heitir "Streetwise guide Beijing" Svo ég ætti nú að vera orðin ansi góð þegar þið sem ætlið að koma í heimsókn látið sjá ykkur! Nú ég splæsti einnig í bók sem fjallar um sögu Kína frá upphafi fram að menningarbyltingunni eða síðustu 50 aldirnar, já Kína á sér ansi langa sögu. Það var sem sagt frekar kát kona sem kom heim með bækurnar sínar í dag og er ég þegar farin að glugga í allan þennan fróðleik.

Kvöldinu var svo eytt í félagsskap bekkjarfélaganna en við skelltum okkur á veitingastað og fengum okkur pekingönd eftir öllum kúnstarinnar reglum. Það er sko allt nýtt svo að meðal annars var boðið upp á andarinnyfli, andafitur, andarhaus með heila og alles og svo þetta klassíska, andarkjöt með pönnukökkum og meðlæti. Til þess að við gætum nú verið örugg með gæðin fengum við kort þar sem vottað var að við borðuðum önd nr. 043114. Okkur leið náttúrulega mikið betur að vita þetta!! En maturinn smakkaðist bara mjög vel og var gaman að hitta alla krakkana, sérstaklega þau kínversku því þau koma ekkert mjög oft með okkur út á lífið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Og hvernig smakkast svo kínverski bjórinn?

Guðmundur Björn, 29.9.2007 kl. 19:06

2 identicon

Bjórinn er fínn enda af þýskum ættum síðan að Þjóðverjar áttu hér nýlendur og það sem er nú ekki verra er að hann kostar eiginlega ekki neitt!!!

Ég er algjör byrjandi í kínversku en er að læra!!

kolbrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 03:52

3 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Já innyfli eru voða vinsæl hjá Kínverjunum og "chicken feet" líka. Það getur nú verið challenge að halda matarlystinni þegar maður sér þessar kræsingar með "matnum". Voða flott glerbúrin sem eru á götunum með þessum fínu innyflakræsingum og það er ekkert verið að fela hvaða dýr maður er eða er að fara að borða! Verði öllum að góðu  Ég er að endurupplifa Kína bara með þér Kolla mín!

Kristbjörg Þórisdóttir, 30.9.2007 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband