2.10.2007 | 08:26
Vera Moda
Ég kíkti í eina verslunarmiðstöð í fínni kantinum í miðbæ Peking um daginn. Það var risa stórt og mikið af fínum merkjaverslunum. En meðal þeirra var Vera Moda búð og ég hugsaði mér nú gott til glóðarinnar. En þegar ég kom inn í hana byrjaði ballið. Í fyrsta lagi var hún lítil, ca 1/5 af búðinni heima í kringlunni en í búðinni unnu svona ca 20 afgreiðslustúlkur. Sem sagt mjög góð þjónusta, eiginlega alltof góð þjónusta fyrir minn smekk. Ég varð fyrst að segja góðan daginn við þær allar svo ég fengi smá frið, en ekki nóg með það ef ég sýndi eh flík smá áhuga var amk ein afgreiðslukonan komin að sýna mér flíkina eða aðrar á sömu slá. Það var bara ekki hægt að anda þarna inni fyrir þjónustulund afgreiðslukvennanna. Að lokum hrökklaðist ég bara út enda var ég ekki mjög impóneruð yfir fötunum né verðinu. Alltof dýrt, dýrara heldur en heima og stíllinn hér er heldur mikill glamúr fyrir minn smekk. Til að mynda vildi ein afgreiðslukonan endilega selja mér eldrauðan mittisjakka með stórum rauðum loðkraga. Bara ekki alveg minn smekkur.
Það er nefnilega mikil glamúrtíska hér í gangi. Það eru varla stelpur hér sem ganga í öðru en fötum glitra, hvort sem það eru gallabuxur, pils eða bolir og stutta tískan er einnig allsráðandi hjá þeim. Þetta smitast líka á strákana og eru þeir einhvern veginn oft kvenlegar klæddir en strákarnir heima sem svo sem fer þeim ekkert illa því þeir eru náttúrlega frekar fínlegir í vexti og með fínlega andlitsdrætti.
Athugasemdir
Ég hefði einmitt séð þig fyrir mér í eldrauðum mittisjakka með stórðum rauðum loðkraga!
Finnur (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 18:25
Já Kolla, go for it!!
Margrét (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 23:14
Takk kæru vinir fyrir umhyggjuna sem þið greinilega berið fyrir mér og húrra fyrir tískunæmni ykkar ;-)
kolbrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.