4.10.2007 | 03:04
Heiðursfélagi!!
Það er nú ekki á hverjum degi sem maður er útnefndur heiðursfélagi enda kannski ekki kominn á þann aldur að hafa afrekað nógu mikið. En eins og kemur fram á Hriflunni, málsgagni okkar Framsóknarmanna í Reykjavík þá hélt Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður aðalfund sinn 28. september síðastliðinn. Þar var nýr formaður kosinn, Jóhanna Hreiðarsdóttir og vil ég nota tækifærið og óska henni innilega til hamingju með kosninguna. Tími til kominn að kona settist í formannsstól í þessu öfluga félagi. Einnig vil ég óska öðrum stjórnarmönnum til hamingju með kosninguna og óska þeim góðs gengis í starfinu í vetur. En já svo er búið að breyta lögum félagsins og nú er heimild fyrir því að kjósa heiðursfélaga og þrír fyrstu félagarnir eru Alfreð Þorsteinsson, Stefán Þór Björnsson og ég sjálf. Ég get ekki annað sagt en að ég sé stolt af þessum titli og ekki síður félagsskapnum sem ég er í. Ég vil því nota tækifærið og þakka nýkjörinni stjórn innilega fyrir sýndan heiður!! Svo er bara spurning hvort maður þurfi ekki að mæta með rósettu í barminum á næsta aðalfund félagsins......
Athugasemdir
Þú mætir með kínverska rósettu of course... nú er bara spurning hvort þetta fari í gegn hjá KFRS ;)
Jóhanna (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 05:43
Til hamingju.
Þórey A. Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.