5.10.2007 | 04:34
Þýskur matur og moskítóbit
Við skelltum okkur nokkur í gærkvöldi á þýskan veitingastað til að fagna þjóðhátíðardegi Þjóðverja sem var í fyrradag til heiður Judith Becker hinni þýsku sem er með okkur í bekk. Þýskur matur er nú ekki alveg sá léttasti og ég varð náttúrulega að velja eitthvað nógu þýskt. Fyrir valinu varð eh sem var annars vegar eins og kássa úr slátri og hins vegar kássa úr lifrarpylsu með þessu var borið fram kartöflumús og sauerkraut. Þetta var alveg fínt á bragðið en almáttugur þetta var eins og að vera með stein í maganum það sem eftir var kvölds og nætur. En vonandi hjálpaði þetta uppá járnið í blóðinu hjá mér sem hefur verið eh aðeins of lítið. Samræðurnar yfir borðhaldinu voru hins vegar mjög skemmtilegar, við vorum að ræða sögu Evrópu, hvernig landamæri hafa verið að breytast fram og til baka í gegnum árin og hvaða áhrif það hefur á fólkið. Hvaða lönd það eru sem telja sig Evrópubúa eins og t.d. Tyrkland og Kákasusarlöndin og hvernig t.d. Evrópusambandið lítur á þau mál. Og svo hvernig á að skilgreina Evrópu, hvar endar hún? Hvar eru landamæri Evrópu? Ótrúlega áhugaverðar pælingar sem maður getur velt sér uppúr fram og til baka. Sérstaklega gaman að ræða þær við fólk frá mismunandi löndum og hefur mismunandi bakgrunn. Á meðan voru eh moskítóflugur að gera okkur lífið leitt, en ég er fyrir löngu hætt að nota moskítóáburðinn minn, hélt að þær væru farnar þetta árið. En nei nei þegar ég vaknaði í morgun var ég útsteypt í bitum, ég hætti að telja eftir að ég taldi 20 bara á fótleggjunum. Svona til að halda eh sálarró ákvað ég bara að hætta að telja og þykjast ekki sjá þau...... Oh helvítis moskítóflugur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.