Leita í fréttum mbl.is

Strætó

Já ég er búin að ákveða að fara að taka strætó í skólann. Þótt að leigubílarnir hérna séu ekki dýrir þá er mun ódýrara að ferðast með strætó eða fargjaldið eru tæpar 9 IKR. Að ferðast með strætó hérna er ákveðin upplifun. Í fyrsta lagi er alveg pakkað, það eru sko maður við mann og þá meina ég maður við mann ef þið skiljið hvað ég meina, ekki sama tilfinningin fyrir speisi hér og heima. Nú síðan eru það tveir starfsmenn sem vinna í strætóinum, bílstjórinn náttúrulega og svo starfsmaðurinn sem tekur við greiðslunum og skipar fólki að færa sig innar í strætóinn. Svo alla leiðina þá hrópast þeir á bílstjórinn og sá sem tekur við peningunum. Frábært stuð skal ég segja ykkur en þeir eru frekar krúttlegir, klæddir í voða fína einkennisbúninga og taka starf sitt mjög alvarlega. Reyndar þá veit ekki alveg með ökulagið, ég man nú alveg eftir því hvernig bílstjórarnir heima bremsuðu og rykktu af stað svo maður átti erfitt með að halda jafnvægi en hér er þetta þúsund sinnum verra. Ég hef það á tilfinningunni ef ég haldi mér ekki í að öllu afli þá muni ég fjúka út um eh gluggann. Ætli þeir þurfi að taka próf í því að bremsa snögglega og rykkja af stað allir strætóbílstjórar heimsins svo þeir fái djobbið.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband