Leita í fréttum mbl.is

Fröken Doppa

Ef doppóttar leggings væru í tísku væri ég í góðum málum. Moskítóbitin mín eru alveg gasalega smart, búin að telja þau, samtals 30 bara á fótleggjunum, geri aðrir betur!! Síðustu nætur hafa verið svolítið strembnar, endalaus kláði í elskulegu bitunum. En þetta er allt að koma og nú er það eiginlega bara rauðdoppótta leggjalúkkið eftir. Annars hefur þetta verið næs helgi, rólegheit og lærdómur. Fór út að borða á japönskum stað í gærkvöldi með krökkunum, sushi-ið klikkar ekki, létum okkur svo dreyma um ferðalag til Tíbet. Spurning hvar hægt er að skvísa því inn í dagskrá ársins.

Í nótt og í dag hefur verið svakalegur vindur, endalaust gnauð hér á 16. hæðinni, er búin að vera að velta því fyrir mér hvort þetta sé eh hluti af hitabeltisstorminum sem hefur geysað við strönd Kína og var fellibylur í Taívan. Að minnsta kosti er þetta mesti vindur sem ég hef kynnst hér, minnir mann á að haustið er ekki langt undan. En það var bara kósý að kúra undir hlýju dúnsænginni sem mamma og pabbi gáfu mér í fyrirfram afmælisgjöf, hún er alveg að slá í gegn!

Dagurinn fór sem sagt í lestur og annað skemmtilegt. Eldaði mér svo eggjaköku og steikti kirsuberjatómata með, reyndar bara alveg ágætisblanda. Síðan hefur kvöldinu að mestu verið eytt í sjónvarpsgláp, Sex and the City, 3ja sería á milli þess sem ég hef spjallað við fólk að heiman. Sem sagt alveg glimmrandi sunnudagur :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband