Leita í fréttum mbl.is

Langur afmælisdagur

Þegar maður býr hinu megin á hnettinum frá heimahögunum þá lengist afmælisdagurinn óneitanlega. Hann byrjaði sem sagt á miðnætti í gær þegar bankað var á dyrnar hjá mér og mætt voru bekkjarfélagarnir mínir sem búa í sama húsi og ég. Þau komu inn syngjandi afmælissönginn á kínversku og með kirsuberjaísköku með logandi kertum á. Það verður að viðurkennast að það er orðið ansi langt síðan að ég blés síðast á kerti í tilefni dagsins.

Dagurinn leið ósköp rólega en í kvöld fórum við og fengum okkur að borða á þýskum veitingastað Judith Becker þýsku vinkonu minni til mikillar ánægju. Ég ákvað nú að hafa matinn í austurrískum stíl og fékk mér snitsel í tilefni dagsins og eplastrúdel. Smakkaðist alveg ljómandi vel. Þetta var mjög kósý kvöldverður og ekki var það nú verra þegar afmælissöngurinn var sunginn fyrir mig aftur af þýskum eiganda staðarins sem söng á ensku með þýskum hreimi. Ekki nóg með það heldur fékk ég að blása aftur á kerti. Ægilega gaman! Ég fékk meðal annars gjafakort í nudd í eitthvað geðveikt spa sem ég ætla að nýta mér mjög fljótlega. Síðan ætla ég að halda gamaldags bekkjarpartý á laugardagskvöldið og gera mitt besta til að bjóða upp á íslenskar veitingar úr kínversku hráefni.

Svo langar mig að lokum til að þakka kærlega fyrir allar kveðjurnar sem ég hef fengið í dag að heiman. Það er gott að finna að það eru ekki allir búnir að gleyma manni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ELSKU KOLLA MÍN. Knús og kossar frá Danmörku

Kristbjörg Þórisdóttir, 10.10.2007 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband