Leita í fréttum mbl.is

Riddaramennska stjórnvalda

Ný lög sem taka hér gildi 1. janúar næstkomandi hafa það að markmiði að vernda konur fyrir erfiðum störfum. Það eru störf svo sem námuvinna, við tréhögg og störf þar sem konur þurfa að bera meira en 20 kg sex sinnum á klukkustund. Ég get svo sem verið sammála að þetta sé falleg hugsun hjá stjórnvöldum að vernda konurnar fyrir störfum sem eru erfið fyrir þær líkamlega en þetta er afar hættuleg braut. Það er ekki nákvæmlega skilgreint í lögunum hvaða störf þetta eru og eru það eh deildir í atvinnumálaráðuneyti sem eiga að skilgreina þetta nánar. Þessi lög geta því hæglega orðið konum til trafala við að ráða sig í þau störf sem þær vilja. Árið 1978 voru sett önnur lög hér í landi sem áttu að vernda konur. Það voru lög sem kváðu á um það að konur skyldu fara á eftirlaun 50 ára en karlar 60 ára. Enn eru þessar reglur í gildi og konur þurfa því að fara á eftirlaun mun fyrr en karlmenn sem þýðir náttúrulega að möguleikar þeirra til að fá stöðuhækkanir eru minni og jafnframt tími þeirra til að afla tekna styttri. Þessi umhyggja stjórnvalda snérist því í andhverfu sína og nýju lögin geta einnig hæglega gert það. Það eru þess vegna ýmsar raddir sem heyrast úr herbúðum þeirra sem fjalla um réttindi kvenna að leyfa þeim bara að ákveða sjálfar hvort þær vilji vinna þessi erfiðu störf eða ekki. Það verður áhugavert að fylgjast með því hvaða áhrif þessi lög munu hafa á réttindi kvenþjóðarinnar en staða þeirra hefur farið versnandi frá því á Maótímabilinu þegar það var í hávegum haft orðatiltækið að konurnar héldu uppi öðrum helmingi himinsins.....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband