Leita í fréttum mbl.is

Í trássi við lögguna

Ég skellti mér í ræktina í morgun, um leið og ég kom út sá ég að það var ekki alveg allt með felldu, öll umferð var stopp. Þegar ég kom að stóru gatnamótunum sem eru hérna nálægt sá ég hvað var um að vera, það var verið að hlaupa maraþon. Í dag var ábyggilega alveg ágætt að hlaupa, bjart og fallegt veður og nokkuð frískleg gola en hvernig þetta verður í ágúst á næsta ári fyrir íþróttamennina sem keppa á ólympíuleikunum verður áhugavert að vita, þegar hitinn er miklu meiri og mengunin erfiðari fyrir vikið. Þeir eiga ábyggilega allir eftir að keppa með andlitsgrímur. En jæja ég rölti að næstu gatnamótum en þar er ræktin mín staðsett og þá vandaðist nú málið. Það var ekki hægt að fara yfir gatnamótin því enginn mátti trufla hlauparana. Löggan stjórnaði þarna harðri hendi uppstríluð í sparibúninguum með hvíta hanska og rak alla öfuga í burtu sem dirfðust að ætla yfir gatnamótin. Og aldrei þessu vant þá hlýddu allir skipununum annað heldur en venjulega í umferðinni þegar ökumenn keyra yfir á rauðu eins og ekkert sé. Ég hafði nú ekki alveg húmor fyrir þessu, komin í leikfimisgírinn svo að ég þessi löghlýðna manneskja sem vann við það í mörg ár að passa upp á að fólki væri refsað ef það fór ekki eftir lögunum, bara skellti skollaeyrum við þessu banni löggunnarPolice. Ég laumaði mér á milli bílanna, labbaði svolítinn spotta eftir götunni og hljóp yfir hinn heilaga helming götunnar þar sem hlaupið fór fram. Ég er ekki frá því að ég hafi lagt mig extra mikið fram í leikfiminni þar sem ég hætti svo miklu fyrir að komast þangað! Segið svo að maður taki ekki heilsuræktina alvarlega......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ánægð með þig Kolbrún! 

mooney (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 01:11

2 identicon

Það er aldeilis íþróttaáhuginn á minni. Skemmtilegt blogg hjá þér, er orðinn húkkt. Takk fyrir tölvupóstinn um daginn, er með eindæmum pennalöt manneskja, en ætla nú að reyna að hripa niður nokkrar línur til þín sæta. Hafðu það gott, knús og kram frá Helgu

Helga Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband