Leita í fréttum mbl.is

Hinn dásamlegi Pan Wei

EjQq7pld6T8Tx7Hz57Jg1fZdQPEAZ1mmPrófessor Pan Wei hefur verið að kenna okkur um kínverskt samfélag og kínverska pólitík. Hann hefur vægast sagt verið umdeildur innan bekksins fyrir skoðanir sínar og eru það ófá skiptin sem við höfum rætt um prófessor Pan. Hann stúderaði í Bandaríkjunum og eh í Evrópu líka. Hann er ótrúlega ögrandi og setur fram skoðanir sínar án þess kannski að rökstyðja þær eh sérstaklega vel. Það er nú það sem hefur verið mest pirrandi við hann. Mér hefur að mestu leyti líkað vel við hann því ég hef haft gaman að því hvernig hann hefur ögrað okkur og rakkað vestrið niður ansi vel á stundum. Bandaríkjamennirnir hafa átt ansi erfitt og hafa stundum verið næstum því froðufellandi af ergelsi. Í dag var síðasti tíminn hjá honum og eh hafði hann misreiknað tímann sinn og þurfti því að fara yfir 2 umfjöllunarefni í einum tíma, sem sagt á tvöföldum hraða. Umfjöllunin var um Kína í nútímanum og framtíðinni. Ekki mjög einfalt en þá má segja að hin frostkalda skólastofa okkar hafi skyndilega hitnað all mikið í umræðunum í dag. Já þegar Pan Wei hélt því fram að aðgangur að upplýsingum væri alveg ásættanlegur hér í Kína.Það væri hægt að fá upplýsingar um allt, bara ef þú VIRKILEGA vildir það.....Já einmitt, kannski fyrir velþekktan prófessor sem ferðast um allan heiminn, hittir fullt af spennandi fræðimönnum og tekur þátt í alls kyns ráðstefnum og heldur fyrirlestra. En hvað um meðalmanninn, hinn kínverska "Jón"?? Nei hann hefur ekki aðgang að þeim upplýsingum sem hann vill, langt frá því. Maður kemst ekki einu sinni inn á Wikepedia hvað þá annað. Eftir að hitastigið í tímanum var komið á hættulegt stig varð prófessor Pan að viðurkenna að jú kannski mætti nú bæta aðgengið að upplýsingunum......Þarna gekk hann heldur langt, gott að halda á lofti skoðunum um ágæti Kína og gagnrýna vestrið en að vera í afneitun um staðreyndir sem blasa við þér í þínu samfélagi gengur nú ekki alveg, sérstaklega ekki hjá háskólaprófessor.....Mig langar samt svoldið að skrifa mastersritgerðina mína hjá honum.....veit ekki, þarf að hugsa það betur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

held það væri brilljant hugmynd - passar bara að skrifa allt sem hann er sammála þér um og þá ertu pottþétt með 8+......

mooney (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband