Leita í fréttum mbl.is

Chinese Body Massage

Eftir skólann í dag skellti ég mér í nudd, ákvað að prufa nú kínverskt nudd. Bókaði tíma í klukkustund. Það er alveg einstaklega næs að koma þarna, algjör rólegheit, indæl sítrónulykt, kósý og hlýtt, manni líður eins og í austrænum ævintýraheimii. Ég skellti mér í nuddgallann og beið svo spennt eftir að nuddarinn byrjaði. Það var nuddari nr. 61 sem nuddaði mig og eftir ca 1 mínútu sagði hann, hvað bókaðir þú langan tíma, ha ég, 60 mín. Já það dugir ekki sagði nuddarinn, bakið á þér er í rúst, mæli með 120 mín. Já já ég geri það þá. Guð minn almáttugur, þetta var ekki gott, þarna kvaldist ég á bekknum í 2 klukkutíma, gat engan veginn notið huggulegheitanna, eina sem komst að hjá mér var sársaukinn við þessar pyntingar. Ég var kramin, toguð og teygð, eyrun á mér voru meira að segja nudduð. Jamm ég hélt þetta út í þeirri trú að ég verði ný og betri manneskja. Eftir að ég kom heim hefur mér liðið eins og bakið á mér sé allt marið og blátt, enn sjást nú reyndar engir marblettir, marið verður kannski komið út á morgun....En ég er strax búin að bóka annan tíma.....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert lang lang flottust.

Hér er orðið kalt og farið að snjóa.

Fátt um fína drætti.

(Þetta var hér um bil haika hjá mér...:0)

Stefán Bogi (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 19:43

2 identicon

hehehehe þú ert náttúrulega bara snillingur.....

Kolbrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 15:08

3 identicon

hahahhahahhahahahahahahha....ég fór að skellihlæja við lesturinn...minnir mig á þegar ég fór í sogæðanuddið!  Hélt ég væri að fara í eitthvað voða ljúft nudd en aldeilis ekki....tárin streymdu niður kinnarnar og ég kom í vinnuna aftur náföl, útgrenjuð og helaum!

mooney (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband