1.11.2007 | 15:04
Halloween boð
Ég fór í gærkvöldi í Halloween boð hjá Axel og Guðnýju. Axel var bjargvætturinn minn mikli í haust þegar ég þurfti að leysa úr hinni óleysanlegu þraut að borga skólagjöldin mín hér í borg. Þetta var hið skemmtilegasta boð. Fyrst að sjá alla krakkana í hverfinu klædda upp í búninga og banka upp á og biðja um trick or treat. Ábyggilega alveg jafn flott og í Ameríku. Félagsskapurinn var frábær, gaman að koma og hitta landana og spjalla um það sem er á döfinni heima á Íslandi. Maturinn var mjög góður og toppaður með ekta amerísku pumkinpæi sem smakkaðist frábærlega. Sum sé óskaplega næs íslensk kvöldstund.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.