Leita í fréttum mbl.is

Nýja vinkonan mín

Ég þurft að skreppa á Silkimarkaðinn fræga í dag og kaupa mér hlýjan jakka. Eftir að ég var búin að sinna því erindi var ég að rölta mér til gamans í skó-og töskudeildinni. Allt í einu hoppar á mig sæt kínversk stelpa og segist endilega vilja selja mér tösku. Hún sagðist hafa fengið þá tilfinningu þegar hún sá mig að við ættum að verða vinkonur. Já ég horfði á hana ósköp indæla með fallegu skásettu augun sín máluð með fjólubláum augnskugga og glimmeri og velti því fyrir mér hvað vakti fyrir henni. Hún leit ofan í pokann minn og sagðist eiga eins jakka og vildi fá að vita hvað ég hefði borgað fyrir hann. Hún sagði að ég hefði fengið mjög fínt verð, hún hefði bara fengið hann aðeins ódýrari og væri hún starfsmaður þarna. Eftir að hún hafði sýnt mér nokkrar töskur ákvað ég að kaupa tösku hjá henni til að nota í skólann. Við vorum búnar að spjalla svoldið saman á meðan ég var að skoða töskurnar hjá henni og var hún alveg óskaplega spennt yfir að vera vinkona mín. En svo hófst prúttið og var ég ekkert til í að gefa eftir þótt við værum vinkonur og að hjartað hennar væri að bresta yfir þessu lága verði sem ég bauð í töskuna. Að lokum gaf hún eftir ansi súr á svipin. Sagði samt þegar ég var búin að borga að við myndum halda áfram að vera vinkonur. Ég reyndar hef efasemdir um að vinskapurinn muni halda eftir þessi viðskipti......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahaha... ertu að segja mér það að þið skiptust ekki á símanúmerum?

Ætli búðin mótor hafi lært sölutrixin sín þarna (fyrir utan prúttið) ;)

Benný (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 11:11

2 identicon

hmm...hvers konar bruðl er þetta eiginlega!!! þú varst búin að kaupa tösku í skólann stelpa!

mooney (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 23:59

3 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Hörkutól ertu Kolla, ekkert gefið eftir í prúttinu!!!

Kristbjörg Þórisdóttir, 3.11.2007 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband