Leita í fréttum mbl.is

Bannað að eignast systkini

Pistill birtur í Fréttablaðinu 3. nóvember 2007 
 
DSCN2848Það er ekki annað hægt en að velta fyrir sér kynslóðunum sem munu taka við þessu fjölmennasta landi í heimi. Börnin sem eru að alast upp í Kína eru einu börnin í heiminum sem búa við þau örlög að þeim er bannað með lögum að eignast systkini. Þau eru fórnarlömb þess að stjórnmálamenn landsins reyna að stemma stigu við fólksfjölgun með svokallaðri eins barns reglu, en um 20 milljón börn fæðast árlega í Kína. Það hefur vakið athygli mína hversu afslappaðir foreldrar virðast vera vera hér varðandi öryggi barna sinna miðað við íslenskan mælikvarða. Hér er mjög algengt að sjá börn í fangi foreldra sinna í framsætum í bifreiðum, börn eru reidd í kerrum aftan á hjólum algjörlega án alls öryggisbúnaðar og stærri börn sér maður svo standa aftan á bögglaberum á hjólum foreldra sinna í þeirri brjáluðu umferð sem er hér alla daga. Það sem kemur manni kannski undarlegast fyrir sjónir hérna varðandi barnauppeldi er sérstök hönnun barnafata, þar eð barnabuxna. Smábörn ganga hér í buxum sem hafa langsum gat eftir rassinum og eru þau látin gera þarfir sínar þar sem þau eru stödd í það skiptið. Foreldrar taka þau í fangið og þau er látin pissa og kúka næstum því hvar sem er. Það þykir ekki sýna mikla umhyggju ef foreldrar nota bleiur. Verstar eru pappírsbleiurnar því ef þær eru notaðar er það merki um að foreldrarnir nenni ekki að hugsa um börnin sín, taubleiur eru skárri en sýna engu síður hirðuleysi foreldranna. En frá praktískum sjónarmiðum má ætla að það yrði ansi þung byrði fyrir umhverfi heimsins ef allir foreldrarnir hérna notuðu pappírsbleiur. Eins og áður hefur komið fram mega kínverk pör aðeins eignast eitt barn og þótt efnameira fólk sé farið að brjóta þessar reglur og greiða í staðinn sektir fyrir að eignast fleiri börn eignast flestir aðeins eitt barn. Þetta veldur því að gamalgrónu venjurnar sem ríkja hér um að börn eigi að sjá fyrir foreldrum sínum, sérstaklega strákarnir, hefur aukið áhyggjurnar um framtíð barnanna. Áður fyrr voru það mörg systkini sem deildu byrðinni en nú er það einungis eitt barn sem verður að sjá fyrir foreldrum sínum ásamt sinni eigin fjölskyldu. Jafnrétti kynjanna hefur farið aftur í Kína frá því sem var á tímum Maós. Sem dæmi má taka að engin kona er í æðstu stjórn Kommúnistaflokksins sem ræður mestu um málefni landsins. Einn af kennurum mínum við háskólann í Peking kom með áhugaverða kenningu. Hann telur að áhrif kvenna muni aukast til mikilla muna í kínverska þjóðfélaginu í framtíðinni vegna eins barns reglunnar. Ástæðan er sú að drengir séu ofverndaðir af foreldrum sínum. Þeir fái ekki einu sinni að slást lengur því þeir eru foreldrum sínum svo dýrmætir. Hins vegar séu stúlkur hvattar til dáða af foreldrum sínum og verði þær því mikið betur í stakk búnar til að takast á við lífsbaráttuna en drengirnir og þetta muni skila stúlkunum valdamiklum stöðum þegar til framtíðar er litið

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband