7.11.2007 | 05:10
Uppgvötun gærdagsins
Við litla fjölskyldan að Lin Ye Da Xue Bei Lu 18 fórum út að borða í gærkvöldi sem er svo sem ekkert nýtt enda borðum við venjulega úti á litlu kínversku veitingastöðunum hérna í kring. Í gær hins vegar rákumst við inn á lítinn pizzastað sem er með eldbakaðar pizzur og annan vestrænan skyndibitamat. Pizzurnar voru bara nokkuð ágætar og það sem meira er að með þeim fylgir frír bjór eða gos eins og þú vilt í þig láta og pizzan kostar ca 500 kr. Ekki nóg með það heldur kostar skot undir 50 kr. og GT undir 100 kr. og þessi staður er hérna við hliðana á okkur. Ég held að við séum búin að finna staðinn annars vegar þegar maður þarf að fá smá frí frá kínverska matnum eða þegar okkur langar að djamma og það ódýrt, held að barinn sé sá ódýrasta sem ég hef rekist á hérna. Jamm bara nokkuð skemmtileg uppgvötun sem efalaust á eftir að koma sér vel, jafnvel fyrir tilvonandi gesti mína ;-)
Athugasemdir
Mér virðist sem þetta sé mikilvægasta uppgötvun þín í Kínaveldi hingað til... ekki spurning :)
Ágúst Geir. (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 15:52
Mikið er ég fegin að það sé loksins eh sem áttar sig á mikilvægi málsins
Kolbrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.