Leita í fréttum mbl.is

Sitt lítið af hverju

Ég dreif mig í bankann í morgun, er búin að uppgvöta það að það er skársti dagurinn til að eiga bankaviðskipti hér í borg. Á venjulegum degi geta verið 400 manns á undan þér í röðinni, ekki mjög kræsilegt, svo að ca 30 manns var bara vel sloppið. Þegar kom að mér ætlaði ég bara að borga nokkra einfalda reikninga, fyrir vatn, gas og síma. En nei nei ekki alveg svo auðvelt, málið er að mér var sagt að ég þyrfti bara að fara með símanúmerið í bankann til að borga símreikninginn og gerði ég það síðast þegar ég fór. En í dag var það ekki svo einfalt, gjaldkerinn heimtaði að fá nafn þess sem er skráður fyrir símanum og auðvitað var ég ekki með nafn leigusalans á kínversku á mér sí svona. Svo að ég fór að æsa mig á ensku og hún á móti á kínversku. Ekki mjög skilvirk samskipti. Endaði náttúrulega með því að ég varð að játa mig sigraða af bjúrókratíunni í Bank of China. Strunsaði út án þess að þakka fyrir, líklega setti ég upp "svipinn" minn sem er víst ekki mjög huggulegur að sögn vina minna. Rauk í ræktina til að þræla geðvonskunni úr mér. Það virkaði bara nokkuð vel, eiginlega svo vel að ég var næstum því búin að kaupa míni kanínu og míni skjaldböku þar til að ég rankaði við mér að ég er ekki þessi gæludýratýpa, get ekki einu sinni átt stofublóm hvað þá annað, og jafnframt að ég er að koma heim um jólin og því yrði enginn til að hugsa um þessi grey. Já mér sýnist að allt sé að verða klappað og klárt að ég legg af stað héðan 21. desember og verð komin heim 22. desember. Þurfti meira að segja að frekjast smá í bekknum og síðasta prófið er 20. desember allt út af frekjunni í mér....en væntanlega næ ég í staðinn að rölta Laugaveginn á Þorláksmessu :-)

Annars verð ég að segja að þessi þjóðaríþrótt Kínverja að skyrpa í tíma og ótíma er ekki að venjast neitt sérstaklega vel. Ég er eiginlega orðin ansi klígjugjörn út af þessu, bæði út af óhljóðunum og einnig að passa að vera ekki að stíga endalaust ofan í eh hrákaklessur. Ekki batnaði það þegar ég er farin að heyra þetta inn til mín, ég meina af 16. hæð. Þurfti að opna gluggann því hin miðstýrða hitun er komin á og þú getur ekkert stillt hitann eftir þínum smekk svo eina ráðið er að opna glugga og þurfa þá í þokkabót að hlusta á þessu miður geðslegu hrákahljóð í liðinu......ughhhhhhh


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úff held ég komi bara með eyrnatappa!!!

mooney (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband