12.11.2007 | 08:16
Háskaför dagsins
Ég og Judith fórum í víetnamíska sendiráðið í morgun til þess að sækja um visa fyrir ferðina okkar í janúar. Erindið gekk að óskum og vonandi fáum við áritun í vegabréfið okkar á næstu dögum. Við tókum taxa til baka og vorum í djúpum samræðum um hitt og þetta sem er að gerast í lífi okkar þessa dagana. Í gegnum samræðurnar kom þó upp pæling í hugann, vegna aksturslags bílstjórans. Við vorum að keyra á hraðbraut og einhvern veginn var aksturslagið hökktandi. Við fórum að veita bílstjóranum meiri athygli og tókum eftir því að hann virtist vera eh syfjaður, eiginlega MJÖG syfjaður. Hann hafði opnað gluggann og nuddað á sér augun og svo kom að því að ég tók eftir því þar sem ég fylgdist með honum í speglinum að augnlokin voru farin að síga ansi mikið niður og reyndar virtist hann bara loka augunum. Hann var við það að sofna, hann gat ekki fylgst með umferðinni í kring vegna þreytu og okkur var meira en lítið hætt að standa á sama þarna í aftursætinu. Að lokum þegar hann virtist vera alveg sofnaður klappaði ég saman höndunum og æpti á hann og bað hann vinsamlegast að keyra út af hraðbrautinni og hleypa okkur út. Þetta var ekkert fyndið lengur við vorum farnar að sjá fyrir okkur endalokin......fórum eftir þessa lífsreynslu á kaffihús og skáluðum í kaffi latte yfir að við vorum enn á lífi en ég held í alvörunni að hann hefði sofnað þarna á næstu mínútum!!!
Athugasemdir
Ég lenti í svipuðu atviki þar sem ég fór í glataða skoðunarferð í Mongólíu. Þar tók bílstjórinn stanslaust fram úr í blindbeygjum og nokkur skipti hélt ég að dagar mínir væru taldir . Minnstu munaði að hann keyrði niður hjól með barni aftan á. Þegar löggan stoppaði hann gerði hann sér bara lítið fyrir og mútaði henni beint fyrir framan nefið á okkur.
Kristbjörg Þórisdóttir, 12.11.2007 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.