Leita í fréttum mbl.is

Krókur á móti bragði

Ég þurfti að skreppa í uppáhalds tölvubúðina mína í dag. Þessa þar sem ég keypti prentarann um daginn, þar sem er stöðugt æpt á mann að kaupa þessa tölvuna eða hina eða eh annað. En í dag mætti ég undirbúin!! Um leið og ég gekk inn var ég búin að hækka í i-podinum mínum og hlustaði bara á Abba ;-) Alveg sama hvað þeir hrópuðu ég þóttist ekki heyra í þeim og greyin vissu náttúrulega ekkert hvort ég heyrði í þeim eða ekki. Mikið var þetta góð tilfinning og ég gat ekki annað en hlegið inni í mér við að þykjast ekki heyra í þeim né taka eftir þeim og þeir gátu ekkert gert, hahahahhahahaha. Mér fannst ég frekar góð!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

abba er svar við ÖLLU í þessu lífi.  Fór á Mama Mia í NYC um daginn, tær snilld. 

 Ég heiti mooney og ég er ABBA-hólisti

mooney (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband