24.11.2007 | 05:44
Útskriftarboð
Fór í útskriftarboð hjá Guðnýju, konunni hans Axels sem vinnur hjá íslenska sendiráðinu, í gærkvöldi. Hún var að útskrifast með MBA gráðu hér í Peking. Þetta var mjög glæsilegt boð á allan hátt. Við mættum nokkrir Íslendingar og svo var hluti af útskriftarhópnum hennar líka. Það var óskaplega gott að hitta Íslendingana og spjalla um daginn og veginn, ég þurfti á því að halda eftir að hafa verið í frekar pirruðu skapi undanfarið. Það er ekkert gamanmál að ætla sér að finna heimildir á bókasafni Pekingháskóla þar sem allt er eingöngu merkt á kínversku, leitarkerfið er á kínversku og starfsmennirnir tala bara kínversku og ég tala ekki né les kínversku. Þetta er þraut eins og hetjurnar í ævintýrunum þurfa að leysa. En já boðið var mjög skemmtilegt og ekki skemmdi fyrir að það var kirfilega passað að þú værir aldrei með tómt rauðvínsglasið. Ekki laust við að ég þjáist af smá þynnku í dag. Þurfti að mæta í morgun á fund hjá prófessorunum sem eru að skipuleggja prógrammið okkar hjá LSE og segja þeim skoðun mína á hvernig hlutirnir hafa verið hér hingað til. Þeir fengu smá ræðu um bókasafnsmálin og annað smálegt. En jæja nú er ég að klára þynnkumatsskammtinn og ætla að vinda mér í ritgerðavinnu um áhrif búddisma á pólitíkina í Burma/Myanmar. Góðar stundir :-)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.