28.11.2007 | 13:28
Styttist í heimferð
Já það má segja það að það sé ljósið í vinnutörninni sem á hug minn allan um þessar stundir. Þrátt fyrir að góð vinkona mín geri grín að mér á síðum dagblaðanna fyrir að vera ekki nógu ævintýragjörn og halda jólin hér hátíðleg. Það bara virkar ekki sjarmerandi þótt það yrði ábyggilega mjög fyndið eins og að sjá jólatré skreytt með rauðri Maóstjörnu á toppnum. En nei mig langar bara að koma heim og eiga almennileg íslensk jól með fjölskyldu og vinum. Já síðustu jólin í Beykihlíðinni þar sem foreldrarnir eru að færa sig um set strax eftir áramót. Ekki laust við að það sé komin fiðringur í mig og einhver plön séu farin að myndast. Að minnsta kosti er ég ekki í neinum vafa að það verður þess virði að ferðast um hálfan hnöttinn :-)
Ég ætla líka áður en ég kem heim að fá smá útrás fyrir sköpunargáfuna sem átti að nýtast þegar ég yrði fatahönnuður samkvæmt draumum lítillar stelpu fyrir löngu. Í þetta skiptið þó með aðstoð kínverskra skraddara. Það verður spennandi að sjá hvort vel til takist og ég geti skartað eh konar Kolluhönnun um jólin......
Ég ætla líka áður en ég kem heim að fá smá útrás fyrir sköpunargáfuna sem átti að nýtast þegar ég yrði fatahönnuður samkvæmt draumum lítillar stelpu fyrir löngu. Í þetta skiptið þó með aðstoð kínverskra skraddara. Það verður spennandi að sjá hvort vel til takist og ég geti skartað eh konar Kolluhönnun um jólin......
Athugasemdir
jeminn eini...þú verður án efa glæsileg! Get glatt þig með því að BB kom í búðir í dag....Hagkaup. Þú getur sjoppað eins og maniac um jólin:)
mooney (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 21:24
Hlakka til að sjá þig öðruvísi en á tölvuskjánum :)
Jóhanna (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 02:29
það verður ekkert smá gaman að sjá þig hlakka mikið til :D
Benný (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.