Leita í fréttum mbl.is

Það er margt skrýtið í kýrhausnum

Eftir að hafa haldið innblásna ræðu yfir einum af prófessorunum mínum í dag, sem ég er nóta bene að reyna að tæla til að vera leiðbeinandi minn með mastersritgerðina mína, um hvað ég er heilluð af öllu hér og einnig á muninum á austrinu og vestrinu fór ég að velta fyrir mér ýmsu sem hefur verið undarlegt að upplifa hérna. Eins og að kaupa gúrkur sem eru með göddum á svo maður verður að passa sig að stinga sig ekki. Öllum þessum fjölda sem er hérna svo maður þarf að vera í baráttu á hverjum degi um speisið sitt, hvort sem það er út á götu eða í strætó. Dálæti þeirra hér á einkennisbúningum, allir uppstrílaðir í fullum skrúða hvort sem þeir eru á vegum ríkisins svo sem lögreglu- eða hermenn eða bara verðir sem gæta bílastæða eða bygginga. Það er nefnilega ekki bara margt í grundvallarhugsuninni hvernig á að stjórna ríki og þjóð og í stefnumörkun stjórnvalda sem er ólíkt austan megin í heiminum miðað við vesturhlutann heldur líka svo ótal margir litlir hlutir sem gera menninguna mjög ólíka.

En svo er líka önnur fyndin upplifun sem ég hef orðið fyrir hérna en það er að vera í bekk með krökkum sem eru flest rúmlega 10 árum yngri en ég. Þótt að aldur sé afstæður og fólk mismunandi þroskað burtséð frá aldri þá geta komið upp fyndnar aðstæður. Sem dæmi má nefna að ég hef aldrei upplifað það áður að bekkjarsystir mín segi við mig í fullri alvöru og með aðdáunaraugum að hún ætli sko að verða eins og ég þegar hún er orðin stór............Ehemm var ekki laust við að mér fyndist ég orðin nokkuð öldruð......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband