7.1.2008 | 15:54
Ritgerðarskrif og annað skemmtilegt
Sit við skriftir þessar dagana á milli þess sem ég reyni að hitta vini og fjölskyldu eða að minnsta kosti spjalla í síma. Það er merkilegt hvað allt tekur á sig sterkari lit þegar maður á að vera að einbeita sér að einhverju ákveðnu verkefni. Allt sjónvarpsefni verður með eindæmum spennandi og lélegar bíómyndir verða ekkert svo lélegar, þær allt í einu öðlast eitthvað sérstakt við sig sem afsakar það að maður skuli yfir höfuð horfa á þær. En þetta tímabil mun auðvitað líða undir lok og allt mun verða eins og það á sér að vera. En tíminn lætur ekki að sér hæða og líður áfram á undraverðum hraða og fyrr en ég veit af verð ég komin aftur hinum megin á hnöttinn í hitt lífið mitt. Reyndar bíða mín eintóm ævintýri því ég eins og ég hef áður sagt hér á þessari síðu mun ég leggjast í ferðalög í mánuð. Ef einhver sem les þetta blogg hefur í farteski sínu góð ráð eða hugmyndir hvað hægt er að gera spennandi í Víetnam, Laos, Kambódíu, Tælandi eða HongKong má hinn sami endilega hafa samband við mig ;-) Jæja ætli sé ekki best að hella sér í skriftirnar aftur......ritgerðin skrifar sig víst ekki sjálf!!
Athugasemdir
Vá hvað ég þekki þessa tilfinningu sit einmitt í 3 vikna heimaprófi og allt annað virðist spennandi... ég mæli með "The Beach" sem notuð var við þá kvikmynd í Tælandi Phi Phi Don og Phi Phi Lei það er algjör paradís að vera þar og sóla sig og slaka á .
Kristbjörg Þórisdóttir, 8.1.2008 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.