20.2.2008 | 13:56
Sætur sigur
Ég er nú bara eiginlega svolítið búin á því eftir þennan dag. Byrjaði daginn á að mæta í fyrsta tímann í faginu The Political Economy of Transition in China. Lofar bara nokkuð góðu held ég en þetta er eina fagið sem ég tek þessa önnina. Eftir hádegi var svo háður bardagi við skriffinskuna hérna í Kína. Ég mætti kl. 14 í BLCU, háskólann sem kennir kínverskunámskeiðið sem ég sótti um og þá byrjaði stuðið. Allt í einu var ekki nóg að vera með leyfið frá Pekingháskóla heldur var bara námskeiðið því miður fullt og því stóð mér aðeins til boða að sækja um námskeið sem byrjar eftir mánuð og er í 3 mánuði en ekki 5 eins og ég hafði sótt um. Það var ekkert sérstaklega elskuleg Kolla sem hóf baráttuna við skriffinana. Eiginlega var ég alveg brjáluð, búin að fá nóg að mismunandi svörum og lélegri þjónustu. Lét starfsmennina heyra það og viti menn allt í einu var bara laust pláss á námskeiðinu fyrir mig og Körlu sem hafði einnig sótt um. Við vorum því frekar hamingjusamar eftir að hafa skráð okkur og borgað skólagjöldin rúmlega 16 í dag. Tímarnir byrja svo í næstu viku og þeir sem þekkja til segja að ef maður leggur sig fram á maður að geta bjargað sér nokkuð ágætlega eftir 5 mánaða kennslu. Svo nú er bara að vera dugleg að læra........
Svo fékk ég afhent skólaskírteinið í LSE í dag, það var svolítið skrýtið því allt í einu er London ekkert svo langt í burtu lengur enda líður tíminn frekar hratt. Sýnist á öllu að maður verði bara fluttur til London áður en maður veit af. Verð að fara að huga að húsnæðismálum og öðrum praktískum hlutum fljótlega. Ekki hægt að segja annað en að nóg sé að gera.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.