Leita í fréttum mbl.is

Hversdagsleikinn

Síðustu dagar hafa farið í hinar ýmsu útréttingar enda hefur ýmislegt setið á hakanum á þessum tæplega 2ja mánaða tíma sem ég hef verið í burtu. Ég þurfti að skrá mig í skólann á seinni önnina, fara í banka og greiða ýmsa reikninga, versla ýmislegt og annað skemmtilegt. Eitt af því sem þurfti líka að gera var að hreinsa íbúðina en þar sem mér finnst það það leiðinlegasta sem ég geri ákvað ég að dekra svolítið við mig og ráða húshjálp. Ég fékk Ryan vin minn til að hjálpa mér af því að hann talar kínversku. Hann réði þennan litla, sæta kínverska karlmann sem kom hingað og þreif allt hátt og lágt. Hann stóð sig bara alveg ljómandi vel og nú er allt alveg skínandi hreint hjá mér, þvílíkur munur......

Annars er ég að elda núna fyrir afmælið hans Ryans í kvöld, ég ákvað að búa til hrísgrjóna, kjúklinga-og grænmetissalat með karrýi sem ég keypti í Kambódíu. Verður spennandi að sjá hvernig það kemur út. Svo stefnir í fyrsta djamm annarinnar í kvöld, við ætlum að fara í klúbb sem heitir "World of Suzie Wong" en hann á að vera skemmtilegur. Ég er að minnsta kosti farin að hlakka til kvöldsins......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband