Leita í fréttum mbl.is

Annríki og afslöppun

Búið að vera ansi mikið að gera þessa vikuna, bæði í skóla og félagslífi. í gær tók ég bara einn algjöran afslöppunardag eftir kínverskuna. Var bara að dunda mér að lesa og horfa á bíómyndir. Horfði á tvær mjög góðar myndir, Rendition með Reese Witherspoon og Jake Gyllenhaal en hún fjallar um "extreme" yfirheyrsluaðferðir sem BNA beita vegna gruns um hryðjuverk eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september. Mjög áhugaverð. Hin myndin sem ég horfði á var Atonement með Keiru Knightley og James McAvoy, virkilega flott mynd í alla staði og skemmtileg saga sem hún sagði frá. Ég verð að vera sammála því sem ég las eh staðar og græni kjóllinn sem Keira er í er einn af flottustu kjólum kvikmyndasögunnar ;-)

Annars hefur vikan einkennst af skólasókn, baráttu við lærdóm, sérstaklega við að skrifa kínversk tákn og hádegisverðum og kvöldverðum með mismunandi hópum af fólki. Hélt matarboð á miðvikudagskvöldið fyrir Gonzo, Niccoló og Körlu þar sem meðal annars var boðið uppá grjónagraut og svo var kíkt á heimildarmyndina um Sigurrós, heima. Þetta var matarboð sem ég var búin að lofa Gonzo í hvert skipti sem hann gerði mér greiða, ábyggilega að minnsta kosti 20 sinnum svo þetta var farið að vera vandræðalegt.....En jæja á fimmtudagskvöldið var hádegismatur með krökkum úr BLCU en Sandy vinkona mín úr Pekingháskóla vildi endilega kynna mig fyrir vinkonu sinni sem er lögfræðingur frá Malasíu og stundar nú nám í kínversku við BLCU. Gaman að geta spjallað aðeins um lögfræði annað slagið!! Fórum á frábæran stað í BLCU sem er með kínverskan, múslimskan mat, mjög flottur staður og frábær matur á hlægilegu verði. Um kvöldið fór ég svo út að borða með Íslendingafélaginu. Fórum að mjög svo kúl stað, aðal liturinn var svartur og þurfti maður að fá aðstoð frá starfsmönnunum til að detta ekki um tröppur á leiðinni að borðinu út af myrkrinu og toppurinn var að fara í klósettið en maður þurfti að taka vasaljós með sér.

Dagurinn í dag fer svo í bankastúss og skriftaræfingar í kínversku en í kvöld stendur mikið til en þá er liggur leið mín á ægilega fínt danskt galaball þar sem þemað er 1001 nótt. Hlakka mikið til, fer með henni Helgu sem er á kúrsus í sendiráðinu og munum við sitja til borðs með Dönum sem ég treysti á að séu alveg hrikalega skemmtilegir.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband