Leita í fréttum mbl.is

Ou Ke Xin

Þetta er sem sagt kínverska nafnið mitt sem ég er nú orðin nokkuð vön því ég er aldrei kölluð annað í kínverskutímunum. Það er borið fram sem Ó Köh Sín. Mér skilst að það þýði hamingja eða eitthvað slíkt. Að missa úr viku úr kínverskunni þýðir að ég verð að fá mér einkakennara til að hjálpa mér að ná upp því sem ég missti af. Það er bara of erfitt að gera það upp á eigin spýtur.

Annars er allt fínt að frétta héðan frá Peking, styttist í það að fyrsti gesturinn renni í hlaðið. Það eru mjög margir í kringum mig að fá gesti, fólk nýtir greinilega frídagana um páskana í hinum vestræna heimi til að ferðast. Það er ekkert frí framundan hjá mér þótt páskar séu á næsta leyti en það verður túristast næstu daga eins og tíminn frá lærdóminum leyfir. Ég er ekki eins og sumir vinir mínir hérna búnir að skipuleggja dvöl gestana út í ystu æsar, mér finnst alveg ágætt að leyfa hlutunum að ráðast en neita því ekki að það er ágætt að stela hugmyndum frá hinum skipulögðu eða fá að slást með í hópinn.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ mín kæra!

Vá hvað síðan er orðin flott ;) og myndin af lafðinni sjálfri ekki af verri endanum! ;) You just look drop dead gorgeous...

Hafðu það gott og gangi þér vel að vinna upp vikutapið í kínverskukennslunni.

Luv,

Inga

Inga Guðrún Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 16:18

2 identicon

Sæl.

Flott nafn. Þú kennir okkur að segja það þegar þú kemur heim. Gaman að fylgjast með þér. Bestu kveðjur frá okkur öllum og gleðilega páska.

Þórey (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband