23.4.2008 | 15:14
Og "snjókorn" falla
Nei kannski ekki alveg en undanfarið hefur maður verið ásóttur af frjókornum sem svífa um allt loftið og af einhverjum orsökum virðast þau alltaf lenda upp í manni eða í nefinu á manni. Ekki mjög þægilegt verður að segjast. En maður verður víst að þola það að náttúran hafi sinn gang. Búið að vera nóg að gera undanfarið í skóla, skriftum og öðru enda ágætt að hafa nóg fyrir stafni. Á morgun er síðan von á gesti nr. 2 og virðist dagskráin hans vera farin að þéttast nokkuð. Ég er búin að plata hann með mér í fjallgöngu eða réttara sagt múrgöngu......gífurlega spennandi en ég er búin að stefna ansi lengi á þessa göngu. Á laugardaginn er svo verið að skipuleggja "surprise" afmælispartý fyrir einn bekkjarfélagann, hann Gonzo, hlakka mikið til að sjá svipinn á honum, hehehehehe......
Athugasemdir
Ha ha, flottur titill!
Bið að heilsa úr Baunalandi .
Ertu að fara á Kínamúrinn? Mæli með því að gista á honum, það er upplifun...
Kristbjörg Þórisdóttir, 24.4.2008 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.