Leita í fréttum mbl.is

Jarðskjálfti

Ekkert sérstaklega góð tilfinning að sitja inni í stofu í íbúð á 16. hæð sem ruggaði. Áttaði mig ekki alveg strax á hvað væri í gangi, hélt fyrst að ég ruggaði bara en áttaði mig svo á því að allt húsið ruggaði. Leið nú ekkert sérstaklega vel og svolítið skelkuð velti ég því fyrir mér hvað ég ætti að gera. Fannst ekkert voðalega huggulegt tilhugsun að taka lyftuna niður og ekki heldur að hlaupa niður stigana. Svo var ég ekki alveg viss um hvað væri að gerast því að almennt hristist allt í jarðskjálfta að ég hélt en ruggaði ekki, ekki það að ég hafi oft upplifað jarðskjálfta.....Ákvað að bíða og sjá hvað myndi gerast, frekar fegin að Íris og Dóri voru lögð af stað heim, en síðan að þetta gerðist hefur allt verið rólegt!!!  Ég las svo fréttir af jarðskjálftanum fyrst á www.mbl.is en nokkru síðar komu þær á CCTV9 enskumælandi sjónvarpsstöðinni.......Enn eru litlar fréttir af meiðslum á fólki eða skemmdum á mannvirkjum. Er að bíða eftir fréttum af Tönju vinkonu minni en hún er um þessar mundir heima hjá foreldrum sínum í Sichuan héraði en þar áttu upptök jarðskjálftans sér stað. Fréttir segja að símakerfið í héraðinu hafi sumsstaðar hrunið svo erfitt er að ná í fólk á þessum slóðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Ólafsdóttir

Tja ekkert mjög þægileg, sérstaklega óvissan meðan á þessu stóð, átti jafnvel von á að þetta væri bara byrjunin og ég myndi hrynja niður ásamt þessu 20 hæða húsi. En sem betur fer fór allt vel, amk. hér í Peking en það virðist til að mynda vera mjög slæmt ástand í Sichuan.

Kolbrún Ólafsdóttir, 12.5.2008 kl. 14:47

2 identicon

Gott að þú skulir vera heil eftir þetta, það hlýtur að hafa verið hrikalegt að upplifa og alein.

Elsku frænka, bestu kveðjur til þín frá Lóló.

Lóló (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 16:02

3 identicon

Guði sé lof að þú ert heil á húfi Kolla mín. Sá viðtal við þig á visi.is. Farðu varlega mín kæra. Vonandi kemur ekki meira.

Knús og kiss frá litla Íslandi.

Fjóla

Fjóla (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 20:01

4 identicon

Rosalega er ég fegin að vita að það er í lagi með þig Kolla mín,

ég hafði áhyggjur af þér þegar ég heyrði um þennan skjálfta!

kveðja frá klakanum, þín HMS

Hulda María (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband