16.5.2008 | 08:33
Samtal í lyftunni
Ég hitti stundum í lyftunni kínverska fjölskyldu sem býr fyrir ofan mig. Þau tala ensku svo við getum átt í nokkuð góðum samræðum. Þau eru afskaplega forvitin um mig og alveg óhrædd að spyrja spurninga. Ég hitti þau í lyftunni eitt kvöldið í vikunni þegar ég hafði skroppið út eftir pizzu í kvöldmatinn. Frúin var búin að horfa svolítið lengi á pizzakassann þegar hún spurði mig hvort ég væri með pizzu, jú jú ég játti því. Þá brosti hún lítillega og sagði jæja líkar þér ekki kínverskur matur?? Ha jú jú var ég fljót að svara til en kannski ekki alveg á hverjum degi sko sagði ég vandræðalega. Nú jæja sagði hún og það vottaði fyrir vandlætingarsvip en segðu mér eldar þú sjálf?? Já sagði ég og við það léttist nú aðeins brúnin á frúnni.......og ég gat yfirgefið lyftuna án þess að hafa þá tilfinningu að ég hefði móðgað þau of mikið.......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.