Leita í fréttum mbl.is

The Great Wall of China

Já ég bara verð að játa það að ég er gjörsamlega heilluð af múrnum og gæti þess vegna farið þangað í hverri viku. Ég fór með Írisi systir og Halldóri mági mínum þegar þau voru hjá mér og þetta var algjör snilldarferð. Við fórum á hluta af múrnum sem kallaður er Mutianyu. Þegar ég var að græja bíl til að keyra okkur á staðinn ætlaði ég nú að sniðganga fyrirtækið sem ég og Haffi réðum til starfans en þar sem engin önnur fyrirtæki létu svo lítið sem að svara símanum hafði ég ekki um marga kosti að velja. Verð nú að viðurkenna að mér brá nú nokkuð þegar við komum út um morguninn að sjá að sama lúxuskerran beið okkar og sú sem hrundi niður í miðju ferðalaginu okkar Haffa. En jæja létum okkur nú bara hafa það og gekk ferðin bara nokkuð ljúflega að Mutianyu.
 IMG_0230IMG_0232IMG_0244IMG_0245
Við fórum upp að múrnum í kláf og gengum svo múrinn í geðveiku veðri og ferðamennirnir voru ekkert það margir að það truflaði mann við að njóta náttúrunnar og þessarar sérstöku Kínamúrsstemmingu. Og þvílík fegurð, algjör upplifun.
IMG_0247IMG_0397
Eftir að hafa rölt dágóða stund á múrnum ákváðum vð að fara að drífa okkur niður og í staðinn fyrir að taka kláfinn fórum við í einhvers konar sleða niður rennibraut. Hrikalega gaman og alveg frábær hugmynd. Miklu skemmtilegra að renna sér niður fjallið heldur en að fara í kláf niður.
IMG_0418
Nú þegar niður var komið héldum við heim á leið enda ætluðum við að skoða ýmislegt í Peking. Það verður nú víst að viðurkennast að bifreiðin var nú eitthvað farin að gefa merki um að ekki væri allt í lagi. Brúnin á Dóra var farin að síga ískyggilega og sagðist hann vera viss um að hægra hjólið að framan væri að losna undan bílnum. Hann hafði minna en lítinn húmor fyrir sparnaðarátakinu mínu, sérstaklega þegar ég sagði honum að fyrir auka 3.000 ÍSK hefðum við getað fengið lúxusbíl. Enn minni húmor hafði hann fyrir fyndni minni þegar voru farin að heyrast einhver undarleg hljóð í bremsunum og ég reyndi að sannfæra þau hjón um að það væri nú ekki aldeilis slæmt að vera í svona adrenalínferð!!! Síðustu metrana á hraðbrautinni til Peking var bílstjórinn hættur að bremsa og notaðist bara við handbremsuna. Ég var líka hætt að reyna að sannfæra systur mína og mág að þetta væri bara fyndið.......
IMG_0458
Nú að lokum komumst við á leiðarenda og ég er nú búin að taka þá ákvörðun að ráða ekki þetta fyrirtæki aftur til að keyra mig eða gesti mína. Þau hafa ábyggilega verið mjög undrandi að heyra í mér eftir fyrra skiptið því ég veit ekki hvað þau sögðu oft við mig í ferðinni hvað þau væru ánægð með að ég hefði ráðið þau aftur til þess að keyra mig og mína að Kínamúrnum.......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kolla mín, hvað ég hefði viljað upplifa þetta með ykkur. Takk fyrir allar myndirnar, alveg frábærar og frásagnirnar þínar. Haltu þeim áfram.

Þín frænka, Lóló.

Lóló (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 00:08

2 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Já Kínamúrinn er magnaður. Ég og systir mín gistum uppi á honum eina nótt undir berum himni. Ég mæli með því . Kannast líka við þessa tilfinningu að bíða dauða síns á hraðbrautinni í biluðum bíl en í mínu tilfelli var það reyndar bílstjórinn sem var bilaður!

Kristbjörg Þórisdóttir, 20.5.2008 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband